Skip to main content

Í meira en 25 ár hafa þeir sem stýra fiskveiðum, stjórnendur fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi, vísindamenn, og neytendur verið hluti af samstilltu átaki til að tryggja að fiskveiðum sé stjórnað af ábyrgð og að veiðar séu sjálfbærar.

Eftir stofnun MSC árið 1997 hafa um 19% allra veiða í heiminum á villtu sjávarfangi fengið vottun um sjálfbærni eða eru í vottunarferli. Vottanir stuðla að því að viðhalda og fjölga sjálfbærum fiskistofnum í heimshöfunum. 

Vottun á fiskveiðum hefur hingað til stuðlað að u.þ.b. 2.000 endurbótum á starfsháttum og stjórnun fiskveiða. 

Aðilar sem bjóða upp á sjávarfang með rekjanleikavottun MSC eru nú tæplega 48.000 talsins, en það eru verslanakeðjur stórmarkaðir, veitingastaðir, fiskbúðir og hótel. 
Umbætur í fiskveiðum

Umbætur í fiskveiðum

Stöðugt er unnið að umbótum í tengslum við MSC vottun til að minnka áhrif veiða á umhverfið.