MSC starfrækir einu vottunar- og umhverfismerkingaráætlunina fyrir villtan fisk sem uppfyllir kröfur um bestu starfsvenjur (e. best practice) en þær eru settar af Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN FAO) og ISEAL, alþjóðlegum aðildarsamtökum um sjálfbærnistaðla.
Hér finnur þú allar upplýsingar um hvað fyrirtæki þurfa að gera til að geta orðið hluti af þessu sameiginlega átaki.
Hvað er fiskveiðivottun?
MSC-vottun er leið til að sýna fram á að fiskveiðar uppfylli kröfur um bestu starfsvenjur (e. best practice) fyrir sjálfbærar veiðar, eins og þær eru skilgreindar alþjóðlega. Fisk- og skelfiskafurðir frá vottuðum fiskveiðum má merkja með bláa MSC-merkinu sem fyrir kaupendur er staðfesting á því að viðkomandi vara sé úr sjálfbærum veiðum.Til að fá vottun eru fiskveiðar metnar af óháðum vottunaraðilum (CABs).
Hver er skilgreining MSC á fiskveiðum?
Skilgreiningin á fiskveiðum í MSC-áætluninni getur verið breytileg. Veiðarnar eru skilgreindar að höfðu samráði milli útgerðar og vottunarfyrirtækis veiðanna. Skilgreiningin er ákvörðuð út frá vísindalegum upplýsingum, t.d. vísindalegum gögnum um fiskistofna, og/eða framleiðsluþáttum eins og veiðarfærum, búnaði og gerð skipa.Dæmi um mögulegar skilgreiningar á fiskveiðum:
Fiskveiðar 1
Tveir eða fleiri sjálfstæðir aðilar (hópar) sem stunda veiðar úr sama fiskistofni. Sjá skýringarmynd hér að neðan sem sýnir tvo aðila sem veiða úr sama fiskistofni.
Fiskveiðar 2
Aðeins hluti fiskveiðanna er metinn. Hér getur verið um að ræða stakt skip eða veiðarfærategund sem notuð er innan stærra fiskveiðikerfis. Þannig geta veiðar einstaks skips verið skilgreindar sem „fiskveiðar“ samkvæmt MSC-skilgreiningunni.Sjá skýringarmynd hér að neðan sem sýnir eitt skip og tegund veiðarfæra sem er skilgreint sem fiskveiðar.
Fiskveiðar 3
Ólíkar veiðar margra skipa þar sem mismunandi veiðarfæri eru notuð og margar tegundir veiddar – en er stjórnað af einum aðila - getur MSC skilgreint sem stakar „fiskveiðar“.
Gott dæmi um slíkar fiskveiðar er fyrirkomulagið á Íslandi, þar sem ISF (Iceland Sustainable Fisheries) er eigandi allra MSC vottana fyrir fiskveiðar á Íslandi, þar sem ólíkar tegundir báta stunda veiðar á mörgum fisktegundum með mismunandi gerðum veiðarfæra.Sjá skýringarmynd hér að neðan sem sýnir skip sem veiða margar fisktegundir með mismunand gerð veiðarfæra.
Að ná sér í vottun
MSC fiskveiðistaðallinn
Fyrir vottunaraðila
Gögn vegna fiskveiðivottunar
MSC staðallinn og önnur nauðsynleg gögn vegna mats fyrir vottun
Stuðningsgögn
Stuðningsgögn, eyðublöð ofl.
Þýdd gögn
Gögn vegna MSC áætlunarinnar sem þýdd hafa verið á ýmiss tungumál.