Skip to main content

Leiðbeiningar fyrir fyrirtæki sem hyggjast sækja um rekjanleikavottun. Hvaða fyrirtæki eiga að sækja um og við hverju má búast í ferlinu?

Hvaða fyrirtæki þurfa rekjanleikavottun?

Allar sjávarafurðir sem seldar eru með bláa MSC-merkinu (The blue MSC label) verða að vera rekjanlegar, alla leið frá hafi og á disk. Svo þetta virki verða öll fyrirtæki í aðfangakeðjunni að vera vottuð samkvæmt MSC-rekjanleikastaðlinum (MSC Chain of Custody Standard). Staðallinn tryggir óslitna keðju þar sem hægt er að auðkenna, aðskilja og rekja uppruna vottaðra sjávarafurða.  

Ef fyrirtæki þitt kaupir MSC-vottaðar sjávarafurðir og vill selja þær sem vottaðar verður það að hafa hlotið rekjanleikavottun MSC. 

Vilji fyrirtækið selja MSC-vottað sjávarfang til neytenda eða nota MSC-merkið í markaðslegum tilgangi verður það einnig að sækja sérstaklega um að fá að nota MSC-merkið. 

Hvenær þarf ekki vottun?

Það eru undantekningar.  

Þú þarft ekki rekjanleikavottun-MSC ef þú: 

  • kaupir einungis vottaða vöru til að selja beint til neytenda, án þess að opna, endurpakka eða endurmerkja vöru sem hefur verið forpakkað (consumer-ready tamper proof-products - CRTPP) 
  • kaupir MSC-vottaðar vörur en vilt ekki selja þær sem slíkar. Í þessu tilfelli er keðjan brotin og viðskiptavinir (kaupendur) þínir geta ekki haldið því fram að varan sé MSC-vottuð. 

Hver framkvæmir úttekt á fyrirtækjum fyrir rekjanleikavottun?

Úttekt á fyrirtæki sem óskar eftir rekjanleikavottun MSC er alltaf framkvæmd af óháðri vottunarstofu sem metur meðal annars hvers eðlis viðskiptin eru. Óháðir vottunaraðilar kallast CAB sem stendur fyrir Confirmity Assessment Body.  

Á heimasíðu ASI (Assurance Services International) ASI website er að finna lista yfir viðurkennd vottunarfyrirtæki sem geta framkvæmt úttekt fyrir rekjanleikavottun og fiskveiðivottun MSC.


Contact details for Conformity Assessment Bodies (CABs) - for Chain of Custody
Download download file PDF - 2 MB

Hvað er metið?

Vottunaraðilar framkvæma úttekt á starfsemi viðkomandi fyrirtækis/félags til að tryggja að: 

 

  • þú kaupir MSC-vottaðar vörur frá vottuðum birgja 
  • vottaðar vörur séu klárlega auðkennanlegar 
  • vottuðum vörum sé haldið aðskildum frá vörum sem ekki eru vottaðar 
  • vottaðar vörur séu rekjanlegar og magnið sé skráð 
  • þú notir gott kerfi (management system)

Hvað tekur matið langan tíma og hvað kostar það?

Tími og kostnaður við matið er breytilegur eftir „flækjustigi“ og stærð fyrirtækis, auk þess sem kostnaður úttektaraðila, ferðatími og tímakaup er breytilegt milli aðila. 

Við mælum með því að fá tilboð frá fleiri en einum viðurkenndum vottunaraðila, accredited certifier. 
 
Það getur dregið úr tíma og kostnaði að vera vel undirbúinn fyrir úttektina. 
Plates of seafood on blue background

Hvað annað þarf ég að vita?

MSC-rekjanleikastaðallinn inniheldur mismunandi kröfur til að mæta þörfum ólíkra fyrirtækja.  

Það eru þrjár útgáfur af rekjanleikastaðlinum (Chain of Custody standard) og hér á síðunni eru leiðbeiningar fyrir hverja þeirra. Ef þú ert ekki viss um hvaða útgáfa fellur að þörfum þíns fyrirtækis getur vottunaraðili eða starfsmaður MSC hjálpað þér. Þér er velkomið að leita til útibús MSC á Íslandi og fá upplýsingar um hvað hentar í þínu tilviki. 

Aðalútgáfa rekjanleikavottunarstaðalsins

Aðalútgáfan er fyrir fyrirtæki sem hafa starfsemi á einum eða fáum stöðum. 

Dæmi um fyrirtæki sem eru gjaldgeng til vottunar samkvæmt aðalútgáfu: 

  • Fisksali sem þjónar neytendum og veisluþjónustum þar sem meginhluti veltunnar, eftir verðmæti og magni, rennur til veisluþjónustunnar. 
  • Sjávarútvegsfyrirtæki með söluskrifstofu, vinnslustöð og vöruhús. 
MSC Chain of Custody - Default - Get Certified Guide
Download download file PDF - 2 MB

Hópútgáfa rekjanleikavottunarstaðalsins

Hópútgáfan er fyrir fyrirtæki með miðlægar höfuðstöðvar og starfsemi á mörgum stöðum sem dreifa, vinna eða versla með MSC-vottaðar sjávarafurðir. 

Dæmi um fyrirtæki sem uppfylla skilyrði fyrir hópvottun: 
  • Fyrirtæki sem eru í samstarfi við dreifingarmiðstöðvar á mörgum stöðum (multiple locations). 
  • Fjölþjóðleg fiskvinnslufyrirtæki með starfsemi á mörgum stöðum (muliple sites). 
  • Fyrirtæki þar sem aðalskrifstofa setur kröfur um rekstur á mörgum stöðum eða sérleyfum (franchise). 
  • Hópur ótengdra fyrirtækja við enda aðfangakeðjunnar, svo sem veitingastaðir eða  fiskbúðir, með sameiginlegan vottunarstjóra.
MSC Chain of Custody - Group - Get Certified guide
Download download file PDF - 2 MB

Fyrirtæki/starfsemi sem snýr beint að neytendum, Consumer-facing organisation (CFO)

CFO-útgáfa staðalsins er fyrir fyrirtæki sem selja beint til neytenda. 

Dæmi um fyrirtæki sem eru gjaldgeng til vottunar samkvæmt CFO útgáfu staðalsins: 

  • Smásalar 
  • Veitingastaðir 
  • Fyrirtæki sem sinna veisluþjónustu
  • Fiskbúðir og verslanir með fiskborð 

Fyrirtæki með starfsemi á fleiri en einum stað getur fengið vottun samkvæmt þessari útgáfu staðalsins ef allt eftirfarandi á við: 

  • Öllum starfstöðvum er stýrt samkvæmt sama stjórnkerfi (Management system) frá aðalskrifstofu fyrirtækisins. 
  • Aðalskrifstofa á eða hefur sérleyfistengsl (franchise relationship) við hverja starfstöð eða tímabundinn rétt til að stjórna öllum starfstöðvum og starfsfólki. 
  • Aðalskrifstofan heldur utan um öll kaup á sjávarfangi og tryggir að allir staðir geti einungis pantað sjávarafurðir frá MSC-vottuðum birgjum. 
 
MSC Chain of Custody - Consumer Facing - Get Certified guide
Download download file PDF - 3 MB
1920x450

Hvað gerist eftir vottun?

Vottunin gildir í þrjú ár. Á því tímabili verða gerðar reglulegar eftirlitsúttektir. 

Eftirlitsúttektir 

Úttektir fara venjulega fram einu sinni á ári en tíðnin fer eftir því hvaða útgáfu staðalsins fyrirtækið er vottað eftir. Ferlið er svipað og frummatið. Vottunaraðili mun athuga hvort áskildum verklagsreglum og venjum er fylgt; hvort hægt sé að fylgjast með, auðkenna, aðskilja og rekja uppruna vottaðra sjávarafurða.  

Sumir vottunaraðilar bjóða upp á úttektir með öðrum slíkum verkefnum, því getur verið mögulegt að skipuleggja eina MSC-úttekt með annarri. 

Fyrirvaralausar úttektir geta farið fram en á því eru litlar líkur. Hver vottunaraðili verður að framkvæma árlega fyrirvaralausa úttekt á að minnsta kosti 1% viðskiptavina sinna. 

Hvernig getur fyrirtæki mitt notað MSC-umhverfismerkið?

Til að nota MSC-merkið þarf einnig að vera með leyfissamning (ecolabel licence agreement). 

Að lokinni vottun mun fyrirtækið fá skírteini og kóða fyrir rekjanleikavottun. Með þessum kóða geturðu sótt um að nota bláa MSC-merkið - apply to use the blue MSC label.

Hvar getur fyrirtækið þitt keypt vottaðar vörur?

Þú getur fundið MSC-rekjanleikavottaða birgja um allan heim með því að nota Find a supplier directory gagnagrunninn okkar. 

Við erum hér til að hjálpa

Starfsfólk á okkar vegum um heim allan getur hjálpað til við að fá fyrirtæki þitt vottað, svo þú getir selt fisk og annað sjávarfang með bláa MSC-merkinu. 

Starfsmaður MSC á Íslandi, Gísli Gíslason ([email protected]) getur svarað þeim spurningum sem kunna að vakna.