MSC-vottunin er viðurkenndasta vottunar- og umhverfismerkingaráætlun heims fyrir sjálfbært vottaðar veiðar á villtu sjávarafangi. Með því að taka þátt í þessari áætlun og nota bláa MSC-merkið sýna fyrirtæki að sjávarafurðir þeirra eiga uppruna sinn í sjálfbærum veiðum.
Trygging fyrir sjálfbærnivottuðum sjávarafurðum
Öll fyrirtæki sem kaupa MSC-vottaðar sjávarafurðir og selja þær sem vottaðar, fara í gegnum úttekt hjá óháðum þriðja aðila sem vottar samkvæmt MSC-rekjanleikastaðlinum. Staðallinn tryggir óslitna keðju þar sem vottaðar sjávarafurðir eru auðþekkjanlegar, aðgreindar frá öðrum vörum og rekjanlegar.DNA-greiningar
MSC vinnur með óháðri rannsóknarstofu að því að gera handahófskenndar DNA-prófanir á MSC-vottuðum sjávarafurðum. DNA greiningar hafa sýnt að hlutfall ranglega merktra MSC-vara er innan við 1%.
Gildi vottunar
MSC rekjanleikastaðallinn
Eftir vottun
Rekjanleikavottun
Hvernig á að sækja um að nota MSC umhverfismerkið og hvernig staðið er að því að selja og kaupa MSC vottaðar sjávarafurðir.
Notkun á bláa umhverfismerkinu
Með því að nota bláa umhverfismerkið er hægt að sýna viðskiptavinum að fiskurinn komi úr sjálfbærum veiðum.
Hafðu samband við fulltrúa MSC á þínu svæði
Hafðu samband við fulltrúa MSC á þínu svæði ef þú vilt fá upplýsingar um vottun eða sölu sjávarafurða með MSC merkinu.
Endurskoðun rekjanleikavottunar
Á þriggja til fimm ára fresti eru staðlarnir endurskoðaðir. Þetta gerir MSC kleift að mæta ábendingum frá hagaðilum, breytingum á markaði og framþróun og nýrri tækni í aðfangakeðjunni.
Nýjasta endurskoðun staðlanna var kynnt til sögunnar í september 2023.