Marine Stewardship Council er alþjóðleg sjálfseignarstofnun. MSC var sett á laggirnar til að taka á því vandamáli sem felst í óábyrgum fiskveiðum. Við þróum staðla sem gerir sjálfbærum fiskveiðum kleift að fá vottun. Þannig myndast hvati til að vernda auðlindir hafsins og tryggja framboð á sjávarafurðum til framtíðar. Í dag rekur MSC stærstu umhverfisvottunaráætlun fyrir sjávarafurðir úr villtum nytjastofnum í heiminum.
Markmið og framtíðarsýn
Við viljum að komandi kynslóðir geti notið þess að neyta sjávarafurða og að höfin séu full af lífi um alla framtíð.
Framtíðarsýn okkar er að heimshöfin iði af lífi og að framboð sjávarafurða sé tryggt fyrir núverandi og komandi kynslóðir.
Markmið okkar er
að nota bláa MSC-merkið og vottunaráætlun okkar til að stuðla að heilbrigði heimshafanna. Við vinnum í nánu samstarfi við sjávarútveginn, vísindasamfélagið,
umhverfisverndarsamtök og aðila í atvinnulífinu, til að efla sjálfbærni fiskveiða. Þetta gerum við með því að viðurkenna og verðlauna sjálfbærar fiskveiðar.
Með því viljum við hafa áhrif á val neytenda við kaup á sjávarafurðum.
Nánari upplýsingar
Okkar nálgun
Við njótum þess öll ef umgengni um hafið og lifandi auðlindir þess er góð. Með nálgun MSC er lögð áhersla á að allir geti lagt sitt lóð á vogarskálarnar og um leið tryggt að við getum notið sjávarfangs um ókomna framtíð, en þurfum ekki að sniðganga slíkar afurðir.
Fyrir hvað stendur bláa MSC merkið?
Bláa umhverfismerki MSC er aðeins notað á afurðir sem koma úr villtum veiðum sem hafa verið vottaðar í samræmi við staðla MSC og nýjustu vísindalegu þekkingu sem tryggir sjálfbærni veiða.
Skýrslur og gögn
Hægt er að lesa eða hlaða niður ársskýrslu MSC og öðrum gögnum. Í 20 ár hefur MSC ásamt stórum hópi fólks um allan heim tekið þátt í að tryggja heilbrigði hafanna og framboð á sjálfbæru sjávarfangi.