Á nokkurra ára fresti eru MSC staðlarnir uppfærðir. Það er gert til að tryggja að þeir séu á hverjum tíma í takt við nýjustu þekkingu á sviði vísinda og þá þróun sem á sér stað í atvinnugreinum tengdum sjávarútvegi.
Staðlar MSC eru í grunninn byggðir á samþykktum og viðmiðum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um ábyrgar fiskveiðar og uppfylla kröfur um bestu starfshætti samkvæmt alþjóðlegum samtökum um sjálfbærnistaðla (ISEAL) og Global Sustainable Seafood Initiative (GSSI). Umbætur á stöðlum byggja á umsögnum frá fræðimönnum, félagssamtökum, stjórnvöldum og atvinnulífinu víða að úr heiminum.
Endurskoðun staðlanna
Endurskoðun rekjanleikastaðalsins
Þetta gerir MSC kleift að bregðast við ábendingum hagsmunaaðila, breytingum á markaði og framförum í tengslum við rekjanleika í aðfangakeðjum.
Rekjanleikastaðallinn hefur verið í endurskoðun og á þeirri endurskoðun að ljúka árið 2024.
Endurskoðun fiskveiðistaðalsins
Nýjasta útgáfan af fiskveiðistaðli MSC (útgáfa 3.0) var gefin út í október 2022 í kjölfar umfangsmestu endurskoðunar á staðlinum til þessa. Næsta endurskoðun staðalsins mun hefjast innan fimm ára frá þessari útgáfu, eða fyrir október 2027.
Meira um nýju útgáfuna af MSC fiskveiðistaðlinum.
Í endurskoðun á fiskveiðistaðlinum eru teknar fyrir ábendingar frá hagsmunaaðilum og gögn sem koma frá eftirlits- og matsteymi MSC. Markmið þessarar endurskoðunar er að tryggja að vísindaþróun og bestu starfsvenjur í fiskveiðistjórnun endurspeglist í MSC vottuninni.
Í þessari endurskoðun er líka farið yfir það sem nefnt hefur verið gildissvið fiskveiðistaðalsins: Hvaða tegundir fiskveiða er hægt að meta samkvæmt staðlinum.
Taktu þátt í ráðgjöf
Endurskoðun á stefnu og ferlum
Endurskoðun á fiskveiðivottunarferli
Vottunarferli fiskveiða (Fisheries Certification Process - FCP) fylgir fiskveiðistaðli MSC. Staðallinn segir til um hvernig vottunaraðilar (CABs) í fiskveiðimati skuli túlka staðalinn.
Kröfurnar tryggja að staðlinum sé beitt eins á allar fiskveiðar óháð staðsetningu, tegund, veiðiaðferð, umhverfi og umfangi veiða. Kröfurnar hafa að geyma leiðbeiningar og stuðning sem vottunaraðilar þurfa til að meta fiskveiðar samkvæmt fiskveiðistaðlinum.
Vottunarferlið og staðallinn er í sífelldri endurskoðun. Í tengslum við endurskoðun er farið yfir hvernig fræðimenn, frjáls félagasamtök, stjórnvöld og fyrirtæki tengd sjávarútvegi og fiskvinnslu geta tekið þátt í mati á fiskveiðum. Einnig eru skoðaðar leiðir til að bæta skilvirkni matsferlisins. Í október 2022 var kynnt til sögunnar ný útgáfa staðalsins, V. 3.0
Endurskoðun á stefnu varðandi nauðungarvinnu og barnaþrælkun
Marine Stewardship Council fordæmir notkun nauðungarvinnu og barnaþrælkun. MSC leitast við að draga úr notkun á slíku vinnuafli í aðfangakeðjum og fiskveiðum, Megináhersla MSC er þó fyrst á fremst á setningu umhverfisstaðla.
Til að tryggja betur að vinnuafl sé ekki misnotað hjá vottuðum fyrirtækjum hefur MSC stofnað sérstakt teymi sem framkvæmir endurskoðun á nýtingu vinnuafls. Þetta mun fela í sér samráð við hagsmunaaðila og þróun hæfisviðmiða fyrir MSC vottuð fyrirtæki.
Fyrsta útgáfa hæfnisviðmiða MSC í tengslum við nýtingu viðkvæms vinnuafls var gefin út í október 2022. Sjá nánar hér að neðan:
Hvernig er unnið að þróun staðla?
- MSC fiskveiðistaðallinn, vottun þörungaframleiðslu og rekjanleikastaðallinn eru í stöðugri þróun. Ferlið sem vottunaraðilar nota til að meta veiðar og fyrirtæki í aðfangakeðjunni er líka í stöðugri þróun í samræmi við þróun staðlanna.
- Ábendingar koma frá hagsmunaaðilum eða mál eru tekin upp af MSC.
- Ábendingar eru skoðaðar af MSC og í sumum tilvikum eru þær teknar áfram. Þessar ábendingar eru skoðaðar af MSC með rannsóknum og í gegnum ferli samráðs. Einnig eru haldnar vinnustofur fyrir hagsmunaaðila.
- Ábendingar og tillögur um þróun eru ræddar af tveimur hópum: Tækniráð MSC, sem er óháður hópur sérfræðinga. Ráðgjafaráð hagsmunaaðila, ráð hagsmunahópa MSC og óháðra fulltrúa.
- Þessir tveir hópar veita ráðgjöf og gera tillögur til trúnaðarráðs um tillögur. Trúnaðarráð tekur endanlega ákvörðun um hvort samþykkja eigi breytingar.
Unnið að þróun stefnu
Við birtum grein í tímaritinu Marine Policy þar sam farið var yfir það hvernig MSC staðlarnir, MSC Fisheries Standard (version 3.0) voru þróaðir
Farið var m.a. yfir hvernig reynt var að að tryggja að kröfur MSC endurspegli bestu starfsvenjur í þróun fiskveiðistjórnunar.
Hvað gerist eftir að þú hefur gefið þitt álit?
Starfsfólk MSC fer yfir allar ábendingar sem berast þegar verið er að móta nýja stefnu. Tækniráðgjafanefnd les þær yfir til að fá dýpri skilning á viðfangsefnum.
Allar ábendingar sem berast eru birtar nafnlaust.
Við tökum einnig saman yfirlit yfir helstu álitaefni sem upp hafa komið. Í lok verkefnis eru teknar saman upplýsingar um allt ferlið, þar á meðal er samantekt á því hvernig helstu ábendingar voru teknar inn í endurskoðun.
Hægt er að fá eldri skýrslur um samráðsferli.
Sendu tölvupóst á: [email protected]