Já. Þú getur treyst því að sjávarafurðir sem bera bláa MSC-merkið komi úr lífvænlegum stofni og eigi uppruna sinn að rekja til fiskveiða sem hafa fengið vottun um sjálfbærni frá óháðum aðila.
Staðlar byggðir á vísindum
Fiskur og skelfiskur sem er seldur með bláa MSC-merkinu kemur aðeins frá fiskveiðum sem hafa uppfyllt strangar kröfur MSC-fiskveiðistaðalsins um sjálfbærar veiðar. Vottaðar, sjálfbærar fiskveiðar tryggja að nægur fiskur sé í hafinu þannig að fiskistofnar og vistkerfi haldist heilbrigð og afkastamikil til framtíðar.
Fiskveiðistaðall MSC var þróaður í samráði við fjölda sérfræðinga, vísindamenn, aðila úr sjávarútvegi og fulltrúa umhverfisverndarsamtaka. Staðallinn er endurskoðaður á fimm ára fresti til að tryggja að hann endurspegli alltaf alþjóðlegar kröfur um bestu starfsvenjur (Best Practice) í stjórnun og hafrannsóknum.
Vottunin krefst þess að stjórnendur fiskveiða tryggi að:
- fiskistofnar séu sjálfbærir – Tryggt sé að þrátt fyrir veiðar sé nægur fiskur eftir í sjónum til að viðhalda stofnstærð og góðri viðkomu.
- vistkerfi sjávar njóti verndar þannig að þau styðji við lífið í höfunum um ókomna tíð.
- traust og ábyrg stjórnsýsla sé til staðar svo bregðast megi skjótt við breyttu umhverfi, svo sem loftslagsbreytingum.
MSC greinir og fylgist með jákvæðum áhrifum okkar á fiskistofna, veiðiaðferðir og fiskveiðistjórnun. Greiningar okkar sýna að vottaðar fiskveiðar leiða af sér þúsundir umbóta í stjórnun fiskveiða um allan heim.
Sustainable Seas: what is the MSC Fisheries Standard and how does it ensure healthy oceans
Óháðir úttektaraðilar
Það er ekki hlutverk MSC að meta sjálfbærni fiskveiða. Það er verkefni óháðs þriðja aðila, sérfræðinga í fiskveiðistjórnun. Þessir aðilar hafa samráð við þá sem eiga hagsmuna að gæta í tengslum við þær veiðar sem á að votta. Þetta geta verið þeir sem stunda veiðarnar, stýra þeim eða þeir sem annast sölu afurðanna. Með þessu er reynt að tryggja að tekið sé tillit til allra upplýsinga sem máli skipta og að allar ákvarðanir séu byggðar á staðreyndum. Öll gögn, ákvarðanir og skýrslur eru birtar á vefsíðunni Track a Fishery website.
Þegar veiðar hafa verið vottaðar fer fram árleg endurskoðun, til að tryggja að veiðarnar séu sjálfbærar og uppfyllli öll skilyrði MSC vottunarinnar.
Vottun virðiskeðjunnar
Það er hægt að treysta því að sjávarafurðir með bláa MSC umhverfismerkinu komi úr veiðum sem eru sjálfbærar.
Í aðfangakeðju sölufyrirtækja sjávarafurða er MSC-vottuðum sjávarafurðum haldið aðskildum frá óvottuðum sjávarafurðum, allt frá veiðum og þar til varan er komin í hendur neytenda. Í því ferli þurfa öll viðkomandi fyrirtæki í virðiskeðjunni að sæta úttekt þriðja aðila svo hægt sé að treysta því að MSC merktar vörur sem standa neytendum til boða séu sjávarafurðir sem eiga uppruna sinn úr sjálfbærum veiðum.
Reglulega er kannað hvort þetta rekjanleikakerfi virkar. DNA prófanir hafa sýnt að 99,6% af öllum MSC-merktum sjávarafurðum eru rétt merktar.
“Ég er einlæglega upprifin yfir því að sjá niðurstöðurnar úr nýjustu könnun MSC sem sýnir að umhverfismerki MSC er leiðandi merki fyrir sjálfbærni”
Háskólanum York, Bretlandi
Vottun byggð á sterkum grunni
Marine Stewardship Council (MSC) rekur heimsins stærstu umhverfisvottunaráætlun fyrir sjávarafurðir úr villtum nytjastofnum. MSC er eina umhverfisvottunaráætlunin af þeim toga sem uppfyllir kröfur um bestu starfshætti (Best Practice) sem settar eru bæði af FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna), ISEAL (alþjóðleg samtök um sjálfbærnistaðla) og GSSI (Global Sustainable Seafood Initiative).
Global Sustainable Seafood Initiative (GSSI)
United Nations Food and Agriculture Organisation’s guidelines.
Samtök eins og WWF, World Wildlife Fund mæla með því að neytendur kaupi vörur merktar MSC
Nánar um hvernig við tryggjum bestu starfshætti
“MSC hefur á rúmlega tuttugu árum tekist að sýna að þeirra nálgun getur haft umtalsverð áhrif til verndar auðlinda hafsins”
WWF International
Óháðar rannsóknir og úttektir
Skýrslur
- ThisFish Eco-Rating Guide
- Dutch Independent Institute Mileu Centraal, comparison of 90 ecolabels in the Netherlands (2016)
- WWF Report: Comparison of Wild Capture Fisheries Certification Schemes (Accenture Development Partnerships, 2012)
Fræðirit
- Estimating the economic benefits of MSC certification for the South African hake trawl fishery (Lallemand et al, 2016)
- From certification to recertification the benefits and challenges of the Marine Stewardship Council (MSC): A case study using lobsters (Bellchambers et al, 2015)
- Authority without credibility? Competition and conflict between ecolabels in tuna fisheries (Miller & Bush, 2015)
- An Evaluation of Environmental Changes Within Fisheries Involved in the Marine Stewardship Council Certification Scheme (Martin et al, 2012)
- Eco-label conveys reliable information on fish stock health to seafood consumers (Gutierrez et al, 2012)