Sýndu viðskiptavinum þínum fram á að varan sem þú ert að selja komi úr sjálfbærum veiðum með því að nota bláa MSC-umhverfismerkið. Kynntu þér hvernig þú getur komið á framfæri tengingu þinni við vottaðar sjálfbærar sjávarafurðir.
- Allar sjávarafurðir sem hafa bláa MSC-merkið eru rekjanlegar til sjálfbærra fiskveiða. DNA-prófanir, fyrirvaralausar eftirlitsúttektir og rannsóknir, sem framkvæmdar eru af hálfu MSC, hafa mikinn fælingarmátt gegn röngum merkingum og öðru svindli.
- Vottunarkerfi MSC og bláa MSC-merkið hefur algera sérstöðu og er í fararbroddi sem þekktasta vottunarkerfið á heimsvísu fyrir sjávarafurðir sem eiga uppruna sinn úr sjálfbærum veiðum og er samþykkt af GSSI (Global Sustainable Seafood Initiative) og FAO (Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna).
- Rannsóknir sýna að neytendur treysta helst vísindamönnum og frjálsum félagasamtökum til að standa vörð um lífríki hafsins og að óháð vottunarkerfi auki tiltrú neytenda á vörumerkjum.
Hvað segja neytendur'
Í GlobeScan, neytendakönnun sem gerð var í Noregi árið 2018 á vegum MSC, kom meðal annars fram:67%
neytenda norskra sjávarafurða telja að til þess að vernda heimshöfin eigi neytendur einungis að kaupa sjávarafurðir sem eiga uppruna sinn að rekja til sjálfbærra veiða.
61%
svarenda sögðu að neytendur ættu fremur að skipta yfir í neyslu á fisktegundum sem eru veiddar á sjálfbærari hátt en þær sem eru í boði.
52%
segjast bera meira traust til framleiðenda og vörumerkja sem nota umhverfismerki.
Sækja um notkun á MSC merkinu
Umsókn
Fólki er sífellt meira umhugað um uppruna sjávarfangs. Bláa MSC-merkið auðveldar viðskiptavinum þínum að velja sjávarafurðir sem rekja má alla leið til sjálfbærra veiða. Til að sækja um notkun MSC-merkisins, vinsamlegast sendu inn umsókn: Apply to use the MSC label | Marine Stewardship Council