MSC var sett á laggirnar til að taka á því vandamáli sem felst í óábyrgum fiskveiðum.
Við viðurkennum og verðlaunum viðleitni til að vernda hafið og tryggja framboð á sjávarafurðum til framtíðar.
Framtíðarsýn okkar er að heimshöfin
iði af lífi og að framboð sjávarafurða sé tryggt fyrir núverandi og komandi kynslóðir.
Markmið okkar er að nota bláa MSC-merkið og vottunaráætlun
okkar til að stuðla að heilbrigði heimshafanna. Við vinnum í nánu samstarfi við sjávarútveginn, vísindasamfélagið, umhverfisverndarsamtök og aðila í atvinnulífinu,
til að efla sjálfbærni fiskveiða. Þetta gerum við með því að viðurkenna og verðlauna sjálfbærar fiskveiðar og með því að hafa áhrif á val
neytenda við kaup á sjávarafurðum.
Hvað er MSC og hvers vegna skiptir vottun sjávarafurða máli?
Verkefni MSC
Stuðlað að umbótum
Eftir að tilteknar fiskveiðar öðlast MSC-vottun er nánast alltaf þörf á úrbótum. Flestar MSC-vottaðar fiskveiðar þurfa að gera úrbætur á tilteknum svæðum innan ákveðins tíma eftir að hafa fengið vottunina. Þannig stuðlar MSC að stöðugum umbótum í fiskveiðum.
Verkefni MSC
Kröfur um sjálfbærni
Kröfur um sjálfbærni eru settar fram í MSC fiskveiðistaðlinum, en 550 veiðar á villtum fiskstofnum um allan heim eru vottaðar samkvæmt þessum staðli. Til að fiskveiðar verði MSC-vottaðar verður að fá staðfestingu frá faggiltum óháðum vottunaraðila.