Sameiginlegur staðall Aquaculture Stewardship Council (ASC) og MSC vottar sjálfbæra og ábyrga framleiðslu á þörungum. Staðallinn er fyrir fyrirtæki um allan heim, bæði fyrirtæki sem rækta þörunga, sem og fyrirtæki sem nýta villtar þörungategundir.
Með ASC-MSC „þangstaðlinum“ er leitast við að stuðla að heilbrigðum vistkerfum í höfunum með því að stuðla að sjálfbærri og ábyrgri nýtingu
sjávarfangs sem tilheyrir flokki þörunga. Nýtingin skal fara fram í sátt við umhverfi og samfélög.
ASC og MSC hafa gefið út sameiginlegan staðal fyrir ábyrga
þangframleiðslu. Þangræktun og nýting hefur ýmis umhverfisáhrif, s.s. áhrif á hreyfingu vatns, efnislega uppbyggingu búsvæða í sjó/vatni og á landi, auk
áhrifa á vatnsgæði, frumframleiðni (primary productivity), sjávardýr sem nýta þörungana sem uppsprettu fæðu, (secondary productivity) og fiskveiðar heimafólks (native
fisheries).
Eftirspurn eftir viðurkenndri vottun á þara og þangi eykst samhliða síaukinni framleiðslu á þessum afurðum á heimsvísu. MSC og ASC gera sér
ljóst mikilvægi þess að til sé staðall sem viðurkennir og umbunar fyrir sjálfbæra framleiðslu og nýtingu þangs og þara og skapar að auki viðmið (benchmarking) til
umbóta.
Mun ítarlegri upplýsingar um „Þangstaðalinn“ (ASC-MSC seaweed standard) má finna á vefsíðu ASC samtakanna – www.asc-aqua.org