Með rekjanleikavottun MSC ertu hluti af alþjóðlegu viðskiptaneti rekjanlegra, sjálfbærra sjávarafurða.
Kaupa og selja MSC-vottað sjávarfang
Þú getur fundið alla vottaða birgja með MSC-rekjanleikavottun um allan heim með því að nota Find a supplier directory gagnagrunninn okkar.Kynntu vottunina þína með MSC-umhverfismerkinu
Notkun á bláa MSC-merkinu er ein áhrifaríkasta leiðin til að vekja athygli kaupenda og neytenda á sjálfbærum veiðum og sjávarafurðum sem aflað er á sjálfbæran hátt, en merkið má finna á yfir 20.000 vörum í yfir 100 löndum.
Sækja um notkun á bláa MSC merkinu
Bláa MSC merkið auðveldar viðskiptavinum að velja sjálfbært, villt sjávarfang sem þeir geta treyst. Kynntu þér kostnaðinn við vottun og sæktu um.
Hver er kóðinn minn fyrir MSC-rekjanleikavottun?
Þegar þú hefur fengið vottun mun MSC búa til sérstakan rekjanleikakóða til notkunar í viðskiptum og pappírum.
Hvar finn ég kóða fyrir birgja, viðskiptavini eða minn eigin kóða?
Þetta er allt að finna í gagnagrunni MSC - Finna birgja Find a supplier directory.
Getur kóðinn minn breyst?
Í langflestum tilfellum verður kóðinn þinn sá sami fyrir allt tímabilið sem vottunin nær til. Það er sjaldgæft að kóðinn breytist en það gerist til dæmis:
- Ef þú varst með vottun fyrir eina starfstöð, en sameinast öðrum hópi sem hefur þegar fengið vottun og er með starfstöðvar á mörgum stöðum. Þá þarftu að taka upp og nota þann kóða sem fyrir var.
- Ef þú áttir áður aðild að vottun sem gilti fyrir margar starfstöðvar, en lýkur því samstarfi og rekur nú eigin starfstöð. Þá verður þér úthlutað nýjum rekjanleikakóða.
Hvað ef eitthvað breytist?
Komi til breytinga á rekstri hjá þér á þeim þremur árum sem vottunin nær til þarftu að tilkynna vottunaraðila um það (CAB).
Hér eru leiðbeiningar um hvenær þarf að tilkynna breytingar til vottunaraðila:
Breytingar | Krafa um að upplýsa vottunaraðila (CAB) |
| Tilkynnist innan 2 daga eftir að mál kemur upp |
| Tilkynna skal innan 10 daga frá breytingunni eða innan 10 daga eftir að:
|
| Upplýsa áður en til breytinga kemur Vottunaraðilinn veitir skriflegt samþykki fyrir viðkomandi breytingu og getur krafist úttektar á starfsstöð eða á fjarfundi áður en samþykki er veitt. |
| Upplýsist við eftirlit og endurvottunarúttektir Handhafi vottorðs getur samþykkt tíðari tilkynningar til vottunaraðila ef þess er óskað
|
Fyrir handhafa CFO vottorðs: Uppfærsla lista yfir starfsstöðvar | Veita skal upplýsingar innan 5 daga frá því að fyrirspurn er móttekin frá vottunaraðila |
Meðhöndlun vöru/afurða á meðan veiðar eru í mati
Sjávarafurðir sem veiddar eru á meðan fiskveiðar eru enn í matsferli samkvæmt fiskveiðistaðli MSC, MSC Fisheries Standard, er eftir atvikum hægt að selja sem vottaðar, eftir tiltekinn „gjaldgengisdag“ (eligibility date). Það tekur vanalega um 18 mánuði að ljúka matsferlinu.
Gjaldgengi (Eligibility)
Fyrirtæki geta aðeins keypt og geymt „vöru í matsferli“ ef þau eru:
- Hluti af fiskveiðum sem eru í matsferli
- Hluti af fiskeldi sem er í ASC-matsferli
- Tilgreindur aðili í viðskiptavinahópi fyrir fiskveiðar/fiskeldisstöð
Gjaldgeng fyrirtæki verða að eiga vöruna að fullu þar til fiskveiðarnar/fiskeldið hefur verið vottað, en þeim er heimilt að nota birgðageymslur þriðja aðila eða undirverktaka til að meðhöndla vöruna eftir þörfum.
Gjaldgeng fyrirtæki sem heimilt er að meðhöndla „vörur í matsferli“ skulu tryggja að varan sé:
Auðveldlega auðkennanleg og aðskilin frá annarri vöru
Rekjanleg til annarrar vottaðrar starfsemi
Ekki seld eða merkt sem „vottuð“ eða með umhverfismerkinu fyrr en fiskveiðarnar /fiskeldið hefur verið vottað.
ASC aðfangakeðja
Öll fyrirtæki sem eru vottuð af ASC, Aquaculture Stewardship Council, eru metin samkvæmt MSC-rekjanleikastaðlinum.Ef þú ert þegar með MSC-rekjanleikavottun og vilt eiga viðskipti með ASC-vottaðar vörur, þarf vottunaraðilinn þinn að framkvæma áhættumat. Í flestum tilvikum geta vottunaraðilar gefið út vottorð fyrir ASC-vörur án þess að framkvæma úttekt á staðnum. Fyrirtæki sem hafa vottun til að meðhöndla bæði MSC- og ASC-vottaðar vörur fá tvö aðskilin vottorð; ASC-rekjanleikavottorð og MSC-rekjanleikavottorð.
Breytingar á rekjanleikastaðlinum
Rekjanleikastaðall MSC er endurskoðaður og uppfærður að minnsta kosti þriðja hvert ár. Minniháttar breytingar á vottunarkröfum geta verið innleiddar oftar. Við kunnum að meta þitt framlag og allar mikilvægar breytingar eru gerðar að höfðu samráði við hagsmunaaðila.
Reglur um endurskoðun má finna á vefsíðu MSC Programme Improvements og þar er hægt að gera viðeigandi athugasemdir. Nánar um þróun MSC staðalsins: Find out more about developing the MSC Standards.
Áfrýjun vottunaraðila
Allir MSC-vottunaraðilar eru viðurkenndir af ASI, Assurance Services International (ASI). Hægt er að kvarta með formlegum hætti yfir hvaða vottunaraðila sem er. Ef þú vilt kvarta yfir vottunaraðila/úttektaraðila er fyrsta skrefið að nota kvörtunarferli viðkomandi aðila, sem er á vefsíðu viðkomandi aðila. Einnig má biðja um það frá þeim. Komi upp óánægja með viðbrögðin er hægt að kvarta beint til ASI. - raise a complaint directly with ASI.
Við erum hér til að aðstoða
MSC er með starfsemi um allan heim og starfsfólk getur aðstoðað þig eftir þörfum við að fá starfsemi þína vottaða.Ef þú hefur spurningar þá hafðu samband við starfsmann MSC á Íslandi
Gísli Gíslason [email protected]
Nánari upplýsingar
Að nota bláa MSC merkið
Þú getur sýnt viðskiptavinum þínum að fiskurinn komi úr sjálfbærum veiðum með því að nota bláa MSC merkið. Nánar um hvernig hægt er að sýna fram á skuldbindingu við hugmyndina um sjálfbærar sjávarafurðir.
Rekjanleikavottun, handbók
Yfirlit yfir það hvers má vænta í ferlinu í tengslum við rekjanleikavottun.
Hafðu samband við fulltrúa MSC á þínu svæði
Við erum með samstarfsaðila um allan heim sem geta aðstoðað fyrirtæki sem vilja selja fisk og sjávarfang með bláa MSC-merkinu að fá vottun.