Rekjanleikastaðallinn tryggir að bláa MSC-merkið er aðeins notað á sjávarafurðir sem rekja má til MSC-vottaðra sjálfbærra fiskveiða.
47,800
Fyrirtæki eru með MSC rekjanleikavottun
20,000+
Vörur eru seldar með bláa MSC merkinu
66
Lönd þar sem hægt er að kaupa vörur merktar MSC
Af hverju rekjanleikavottun?
Ferlið frá því að fiskur er veiddur og þar til hann er borinn á borð neytenda getur verið langt og aðfangakeðjur stórmarkaða og smásala eru oft mjög flóknar.MSC-rekjanleikavottun tryggir rekjanleika vöru frá sjálfbærum MSC-vottuðum veiðum. Að þeim sé haldið aðskildum frá óvottuðum vörum, bæði í bókhaldi og í vöru- og frystigeymslum fyrirtækja sem stunda viðskipti með sjávarafurðir.
Til þess að vara geti borið bláa MSC-merkið verða öll fyrirtæki í aðfangakeðjunni að hafa gilt rekjanleikavottorð. Til að öðlast vottun verða fyrirtæki að standast úttekt sem framkvæmd er af óháðum vottunaraðilum (CAB).
Hvað er metið við úttekt?
Öll fyrirtæki verða að fara að fimm meginreglum til öðlast vottun.1. Vottun aðfanga - Vottaða vöru skal kaupa af vottuðum birgja.
2. Auðkenning - Vottuð vara skal vera auðþekkjanleg.
3. Aðskilnaður - Vottaðri vöru skal haldið aðskildri frá annarri vöru.
4. Rekjanleiki og skráning - Vottuð vara er rekjanleg og magnið er skráð.
5. Góð stjórnun - Fyrirtæki skal hafa stjórnunarkerfi, management system, sem mætir kröfum staðalsins.
Mismunandi fyrirtæki, mismunandi þarfir
Rekjanleikastaðallinn (Chain of Custody) er í endurskoðun og á þeirri endurskoðun að ljúka árið 2024. Hann samanstendur af einni aðalútgáfu, ásamt sér útgáfum fyrir fyrirtæki með margar starfsstöðvar og þau sem selja vöru sína beint til neytenda (Consumer Facing Organisation) – ekki sölufyrirtækja. Staðallinn er endurskoðaður á þriggja ára fresti.Þjálfunarmyndbönd fyrir staðlana
MSC og Aquaculture Stewardship Council (ASC) hafa í sameiningu búið til myndbönd fyrir þá sem selja fisk daglega, t.d. fiskbúðir, veitingastaði og önnur fyrirtæki sem vilja þjálfa starfsfólk sitt og kenna því á rekjanleikastaðalinn (COC).
Til að hægt sé að merkja vörur með MSC verða öll fyrirtæki í aðfangakeðjunni að vera vottuð. Til að fá vottun verða fyrirtækin að standast úttekt sem framkvæmd er af óháðum vottunaraðila.
Myndböndin hér að neðan veita innsýn í það hvað rekjanleikastaðall MSC stendur fyrir.
Myndböndin eru hugsuð fyrir veitingastaði og verslanir með fiskborð eða fiskbúðir, sem vilja þjálfa starfsfólk sitt og kynna fyrir þeim MSC-rekjanleikavottunarkerfið.
Fyrirtæki í virðiskeðjunni
Eftirspurn eftir sjávarfangi sem er aflað með sjálfbærum hætti er alltaf að aukast. Fyrirtæki um allan heim hafa fengið vottun og sinna m.a. sölu og markaðssetningu á MSC vottuðum vörum.
Vottunaraðilar
Staðlarnir að baki MSC rekjanleikavottun og kröfurnar sem vottunaraðilar þurfa að standast.
Endurskoðun staðalsins
Nánar um hvernig staðallinn að baki rekjanleikavottun hefur verið endurskoðaður, uppfærður og þróaður.