MSC fiskveiðistaðallinn er notaður til að meta hvort veiðum sé vel stjórnað og hvort þær séu umhverfisvænar og sjálfbærar.
Staðallinn endurspeglar nýjustu viðmið samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum rannsóknum í tengslum við stjórnun og nýtingu villtra fiskistofna.
Staðallinn er endurskoðaður að höfðu samráði við vísindamenn, sjávarútveginn og umhverfisverndarsamtök.
Hvernig er staðallinn notaður?
Þegar fiskveiðar hafa hlotið vottun samkvæmt fiskveiðistaðlinum er hægt að selja vottaða vöru með bláa MSC-merkinu.Vottun samkvæmt MSC-fiskveiðistaðlinum er valfrjáls. Allir sem stunda veiðar á villtum sjávarlífverum og ferskvatnslífverum, en þar á meðal eru flestar fisk- og skelfisktegundir, geta sótt um vottunina.
Fiskveiðar eru metnar af viðurkenndum óháðum vottunaraðilum sem kallast Confirmity Assessment Bodies (CABs) - einnig kallaðir vottunaraðilar.
Hvað er metið?
Fiskveiðistaðall MSC hefur til grundvallar þrjár meginreglur sem allar fiskveiðar verða að uppfylla.1. Sjálfbærir fiskistofnar - P1
Veiðum skal þannig hagað að tryggt sé að þær geti haldið áfram um fyrirsjáanlega framtíð og að fiskistofninn haldist sterkur og heilbrigður.
2. Draga úr umhverfisáhrifum - P2
Hver eru áhrif fiskveiða? Stjórna þarf veiðum vandlega og þannig að aðrar tegundir og búsvæði í vistkerfinu verði ekki fyrir skaða
3. Skilvirk veiðistjórnun - P3
Er veiðunum vel stjórnað? MSC-vottaðar fiskveiðar verða að uppfylla gildandi lög og geta lagað sig að breyttum umhverfisaðstæðum.
Vottunaraðilar meta og mæla hvort fiskveiðar uppfylli þessar meginreglur gagnvart 28 megin frammistöðuvísum (Key Performance Indicators – KPI).
Fiskveiðivottunarferlið
Vottunarferli fiskveiða (Fisheries Certification Process - FCP) fylgir fiskveiðistaðli MSC. Staðallinn segir til um hvernig vottunaraðilar (CABs) í fiskveiðimati skuli túlka staðalinn.
Kröfurnar tryggja að staðlinum sé beitt eins á allar fiskveiðar óháð staðsetningu, tegund, veiðiaðferð, umhverfi og umfangi veiða. Kröfurnar hafa að geyma leiðbeiningar og stuðning sem vottunaraðilar þurfa til að meta fiskveiðar samkvæmt fiskveiðistaðlinum.
Vottunarferlið og staðallinn er í sífelldri endurskoðun, þannig var í nóvember 2022 kynnt til sögunnar ný útgáfa staðalsins, V. 3.0