Skip to main content

Þegar neytandinn sér sjávarafurðir sem bera bláa MSC-merkið getur hann verið viss um að þær koma frá sjálfbærum veiðum sem uppfylla fiskveiðistaðal MSC. Fyrirtæki sem kaupa og selja þessar vörur hafa uppfyllt kröfur MSC um rekjanleikavottun.

MSC starfrækir einu vottunar- og umhverfismerkingaráætlunina fyrir villtan fisk sem uppfyllir kröfur um bestu starfsvenjur (e. best practice), en þær eru settar af Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN FAO) og ISEAL, alþjóðlegum aðildarsamtökum um sjálfbærnistaðla. Staðlarnir hafa verið þróaðir í samráði við sjávarútveginn, vísindamenn, náttúruverndarsamtök, sérfræðinga auk fjölda hagsmunaaðila. 

Staðlarnir okkar

Staðlarnir okkar

Af hverju er mikilvægt að votta sjávarafurðir úr sjálfbærum veiðum?

Við viljum að komandi kynslóðir geti notið sjávarafurða úr veiðum á villtum stofnum um alla framtíð

Taktu þátt í starfinu