Þegar neytandinn sér sjávarafurðir sem bera bláa MSC-merkið getur hann verið viss um að þær koma frá sjálfbærum veiðum sem uppfylla fiskveiðistaðal MSC. Fyrirtæki sem kaupa og selja þessar vörur hafa uppfyllt kröfur MSC um rekjanleikavottun.
MSC starfrækir einu vottunar- og umhverfismerkingaráætlunina fyrir villtan fisk sem uppfyllir kröfur um bestu starfsvenjur (e. best practice), en þær eru settar af Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN FAO) og ISEAL, alþjóðlegum aðildarsamtökum um sjálfbærnistaðla. Staðlarnir hafa verið þróaðir í samráði við sjávarútveginn, vísindamenn, náttúruverndarsamtök, sérfræðinga auk fjölda hagsmunaaðila.
Staðlarnir okkar
Fiskveiðistaðallinn
Fiskveiðistaðallinn metur sjálfbærni fiskveiða. Staðallinn er opinn öllum sem stunda veiðar á villtu sjávarfangi, fiski og skelfiski.
MSC rekjanleikastaðallinn
Rekjanleikastaðallinn tryggir að bláa MSC-merkið er aðeins notað á sjávarafurðir sem rekja má til MSC-vottaðra sjálfbærra fiskveiða.
ASC-MSC staðallinn fyrir þörunga
Sameiginlegur staðall Aquaculture Stewardship Council (ASC) og MSC. Vottar sjálfbæra og ábyrga framleiðslu á þörungum.
Staðlarnir okkar
Af hverju er mikilvægt að votta sjávarafurðir úr sjálfbærum veiðum?
Við viljum að komandi kynslóðir geti notið sjávarafurða úr veiðum á villtum stofnum um alla framtíð
Taktu þátt í starfinu
Hvers vegna skiptir máli að fá veiðar MSC vottaðar?
Með MSC vottun er fengin staðfesting á því að fiskveiðum sé vel stýrt, að nýting auðlindarinnar sé sjálfbær. Að um ókomna tíð geti komandi kynslóðir haft lifsviðurværi sitt af veiðum.
Af hverju að fá fyrirtæki MSC vottað?
MSC vottun gerir fyrirtækjum kleift að mæta aukinni eftirspurn eftir afurðum úr veiðum sem eru vottaðar fyrir sjálfbærni, bætir ímynd og orðspor og opnar ný viðskiptatækifæri.
Notkun á Bláa MSC umhverfismerkinu
Þegar neytandinn sér bláa umhverfismerkið á umbúðum veit hann að varan kemur úr sjálfbærum veiðum. Hann sér einnig að söluaðilinn er trúr hugmyndinni um sjálfbærar veiðar.