Við höfum unnið með samstarfsaðilum okkar í 20 ár við að vernda höfin og gera neytendum auðveldara að velja sjávarfang úr sjálfbært vottuðum veiðum. Saga okkar nær þó yfir aðeins lengra tímabil...
Þegar Þorskstofninn á Grand Banks við Nýfundnaland hrundi á síðasta áratug síðustu aldar óx umræða um þörfina á bættri umgengni um auðlindir sjávar, en þessi stofn var lengi einn afkastamesti fiskistofn sögunnar með veiði sem nam um 1,2 milljónum tonna þegar best lét. Veiðum var sjálfhætt og meira en 35.000 manns, sjómenn og starfsfólk í fiskivinnslum, í yfir 400 strandbyggðum í Kanada misstu lífsviðurværi sitt og atvinnu vegna þessa.
Þessi atburður ýtti undir kröfur um að gripið væri í taumana til að stemma stigu við ósjálfbærum fiskveiðum um heim allan. Einstaka umhverfissamtök gengu svo langt að þau hvöttu fólk til þess að hætta að borða fiskmeti. Frá sjónarhóli stjórnvalda og þeirra sem störfuðu við útveginn mátti ljóst vera að algert veiðibann væri erfiður kostur, en verndun fiskistofna og skilvirk veiðistjórnun væri strandríkjum aftur á móti lífsnauðsyn.
Á þessum árum eins og í dag voru í stórmörkuðum erlendis seldar margar tegundir af fiski, sumar úr sjálfbært nýttum stofnum, en aðrar úr ofveiddum stofnum. Neytandinn hafði engin tök á að vita hvaða fiskur væri úr vel nýttum stofni. Þeir sem stunduðu ábyrgar veiðar á einu veiðisvæði þurftu líka oft að gjalda fyrir umræðu um ofveiði á öðru veiðisvæði. Það var brýn þörf á að búa til kerfi sem greindi á milli þess hvort fiskurinn í stórmarkaðnum kæmi úr sjálfbært nýttum stofni eða ekki.
Markmiðið með stofnun Marine Stewardship Council (MSC) var að þróa slíka staðla og vottunarkerfi fyrir sjálfbærar fiskveiðar og að byggja upp vörumerki fyrir afurðir úr sjálfbært nýttum stofnum sem sett væri á umbúðir fiskafurða eða matseðla veitingastaða. Fiskveiðarnar þyrftu þannig að fara í gegnum vottun og standast staðla MSC. Stórmarkaðir og aðrir sáu viðskiptatækifæri í því að sýna neytendum að varan sem þeir versluðu með kæmi úr sjálfbærum fiskveiðum og hefðu hlotið vottun samkvæmt staðli MSC. Hugsjónin á bakvið MSC er að með aukinni eftirspurn eftir sjávarafurðum úr sjálfbært nýttum stofnum skapist hvati til að nýta fiskstofna heimsins með sjálfbærum hætti í framtíðinni og ofveiði heyri þar með sögunni til.
MSC varð opinberlega til sem óháð sjálfseignarstofnun árið 1997 og farið var að þróa meginreglur og viðmið fyrir sjálfbærar veiðar. Eftir hægan framgang fyrstu árin, þá gekk MSC í gegnum mikla endurskipulagningu árið 2004 og upphófst þá nýtt tímabil vaxtar og útbreiðslu sem stendur enn.
Í dag hefur um 19% af veiðum á villtum fiskistofnum fengið MSC vottun eða farið í gegnum vottunarferli og fjöldi fiskveiða sem sækja um vottun vex stöðugt. Í dag eru seldar í tæplega 70 löndum ríflega 20.000 vörutegundir sem bera umhverfismerki MSC. Æ fleiri stórmarkaðir og aðrir setja það sem kröfu fyrir viðskiptum að fiskur sem verslað er með komi úr vottuðum sjálfbært nýttum stofnum. Mörg þekkt vörumerki og smásöluaðilar nota merki MSC eins og t.d. Youngs, Iglo, Birds Eye, Macdonalds hamborgarakeðjan og fleiri.
Sjálfbærar sjávarafurðir: Fyrstu 20 árin
The Press Association
Saga Marine Stewardship Council
MSC tímalína - 1997-2017
1992
Þorskstofninn við Nýfundnaland, stærsti þorskstofn í heimi, hrynur með þeim afleiðingum að 35.000 starfsmenn við veiðar og vinnslu í 400 strandsamfélögum tapa störfum sínum. Þessi atburður varpar ljósi á alþjóðlegt vandamál, ofveiði, sem hefur áhrif á umhverfið, lífsviðurværi fólks og framboð á sjávarafurðum.
1995
Umhverfisverndarsinnar frá WWF og fulltrúar frá alþjóðlega neytendavörurisanum Unilever hittast til að ræða hvað þeir gætu gert til að stemma stigu við vandanum.
1996
Viljayfirlýsing A statement of intent, er undirrituð af fulltrúum WWF og Unilever.
1997
MSC verður opinberlega til sem óháð sjálfseignarstofnun. „Meginreglur og viðmið fyrir sjálfbærar veiðar“ eru samin.
1998
MSC staðlarnir verða til eftir 18 mánaða undirbúningsvinnu alþjóðlegra ráðgjafa, meira en 300 vísindamanna, fræðimanna, stofnanna og samtaka víðsvegar að úr heiminum
1999
Áætlanir MSC koma til framkvæmda. Fyrstu fiskveiðarnar fara í óháð mat í samræmi við nýmótaða staðla um sjálfbærni.
Samráð hefst um nýjan staðal, sem tryggja á rekjanleika innan aðfangakeðjunnar: MSC Chain of Custody Standard eða MSC rekjanleikastaðallinn.2000
Fyrstu fiskveiðarnar fá MSC vottun og bláa fiskmerkið lítur dagsins ljós á vörum sem koma úr MSC vottuðum veiðum.
Mars: Humarveiðar í Vestur-Ástralíu verða þær fyrstu sem fá MSC vottun.September: Laxveiðar í Alaska, með veiðar upp á tæplega 300.000 tonn af laxi á ári, eru vottaðar.
Ágúst: MSC rekjanleikastaðlinum, Chain of Custody Standard, er formlega hleypt af stokkunum. Hann á að tryggja að MSC merkt sjávarfang komi frá fiskveiðum sem hafa verið vottaðar fyrir sjálfbærni í samræmi við staðla MSC.
2002
Hundraðasta MSC vottaða varan kemur í verslanir.
MSC vinnur verðlaun fyrir bestu starfshætti á UK Charity Awards.
2003
Breski smásölurisinn Sainsbury's verður fyrsta smásölukeðjan til að skuldbinda sig til að selja 100% sjálfbæran fisk og sjávarfang.
2004
Mexican Baja California red rock lobster veiðar verða fyrstu fiskveiðar í þróunarlöndunum sem eru MSC vottaðar.
Helstu evrópsku sjávarafurðamerkin, Iglo Group og Findus skuldbinda sig til að selja MSC vottað sjávarfang.2005
Veiðar á Alaskaufsa, Alaska pollock, stærsta hvítfiskveiði heims, fær MSC vottun.
Í fyrsta skipti í sögu MSC er samið við þjóðríki þar sem Víetnam skuldbindur sig til að stuðla að sjálfbærum fiskveiðum.2006
MSC verður fyrsta sjálfseignarstofnunin í heiminum til að ná að aðlaga vottunaráætlun að kröfum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um umhverfismerkingar sjávarafurða. Sjá nánar: United Nations Food and Agriculture Organization Guidelines on ecolabelling of seafood products.
Faggildingu vottunaraðila er útvistað til Assurance Services International, sem undirstrikar sjálfstæði MSC og stöðu þriðja aðila.
Japanska smásölufyrirtækið Aeon kynnir yfir 30 MSC vottaðar vörur.
Smásölufyrirtækið Lidl verða fyrstir í Evrópu til að bjóða upp á MSC vörur undir eigin merki.
2007
Í fyrsta skipti í sögu MSC skuldbindur heil þjóð sig til bjóða upp á 100% MSC - allir smásalar í Hollandi heita því að 100% afurða fái MSC vottun.
2008
MSC fagnar fiskveiðum númer 100 inn í vottunarferli (þetta felur í sér fiskveiðar bæði vottaðar og í mati).
Fyrsta MSC vottaða flugfélagið í heiminum - hollenska flugfélagið KLM býður upp á MSC vottaðan fisk í flugi sínu.
Hollenska ríkisstjórnin greiðir atkvæði um að 1 milljón evra verði lögð til hliðar fyrir mat og vottun fiskveiða.
Ríkisstjórn Bresku Kólumbíu í Kanada leggur til hliðar 100.000 CA$ til að styðja við MSC mat á fiskveiðum.
2009
Carrefour Group, annað stærsta smásölufyrirtæki heims, kynnir MSC vottaða vöru númer 2.000.
Edeka, stærsta smásölufyrirtæki í Þýskalandi, tilkynnir áform um að selja eingöngu sjálfbært vottaðar sjávarafurðir fyrir lok árs 2011.
Skelfiskveiðar í Ben Tre héraði í Víetnam verða fyrstu MSC vottuðu veiðarmar í Suðaustur-Asíu.
2011
McDonald's skyndibitakeðjan tilkynnir að hún muni bjóða upp á MSC vottaðan sjálfbæran fisk á öllum veitingastöðum sínum um alla Evrópu. McDonald's í Bandaríkjunum og Kanada fylgdu á eftir árin 2013 og 2014.
2012
MSC kemst út í geiminn: Hollenski geimfarinn André Kuipers sem var um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) birtir mynd af fljótandi dós af MSC vottuðum laxi á Flickr.
Ríkisstjórn Vestur-Ástralíu tilkynnir um 14,5 milljóna Bandaríkjadala sjóð til að tryggja uppbyggingu fiskistofna og og stöðu fiskveiða til framtíðar.
2014
Veiðar á Ashtamudi skelfiski verða fyrstu fiskveiðarnar til að fá MSC vottun á Indlandi.
Í fyrsta skipti er kynntur til sögunnar MSC vottaður barnamatur.
2015
Zoneco hörpudiskveiðar í Zanghzidao verða fyrstu veiðarnar í Kína sem fá MSC vottun.
Í fyrsta sinn í heiminum fara ástralskar perluostruveiðar í MSC mat.
IKEA skuldbindur sig til að selja aðeins sjávarfang sem hefur farið í gegnum MSC og ASC vottun vegna sjálfbærni.
2017
MSC og samstarfsaðilar fagna 20 árum af vottuðu, sjálfbæru sjávarfangi til framtíðar.Meira en 25.000 vörur í boði fyrir neytendur með MSC bláfiskmerkinu.