Hvað geta neytendur gert til að stöðva ofveiði?
Allir geta átt þátt í því að stöðva ofveiði. Með því að velja MSC vottaðar vörur sem koma úr veiðum sem stýrt er með sjálfbærum hætti. Hvort sem verslað er í fiskbúðinni, smásöluversluninni eða á veitingastaðnum. Ef valið er á milli sjávarfangs sem er vottað og þess sem er ekki vottað er valið einfalt. Ef almenningur nýtir afl sitt með þessum hætti er þrýst á þá sem stunda veiðar með ósjálfbærum hætti og það skapast hvati til að breyta um kúrs og vinna hlutina í samræmi við sjónarmið sjálfbærni.Það er einnig æskilegt að stjórnvöld bregðist við og hætti að styrkja og niðurgreiða fiskveiðar víða um heim sem ekki eru sjálfbærar. Einnig að kvótar séu settir í samræmi við ráðgjöf fiskifræðinga og að ekki sé veitt umfram ráðgjöf. Við vitum öll í raun hvernig takast á við ofveiði, en mikilvægt er að hvert og eitt okkar leggi sitt af mörkum.
Af hverju að velja fisk með bláa MSC merkinu? - 10 ástæður
- Höfin þarf að vernda. Höfin eru undirstaða atvinnu og lifibrauðs 10% jarðarbúa.
- Vistkerfi hafanna eru undir mjög miklum þrýstingi. Óábyrgar veiðar ógna fiskistofnum, vistkerfi sjávar, strandveiðisamfélögum og afkomu þjóða sem byggja á nýtingu fiskistofna.
- Umhverfismerki MSC býður lausnir við vandamálum. Með því að velja sjávarfang með bláa MSC merkinu styður kaupandinn vottaðar sjálfbærar veiðar. Góð fiskveiðistjórnun tryggir afkastamikla fiskistofna, lífríki sjávar helst heilbrigt og lífsviðurværi fiskveiðisamfélaga er tryggt.
- MSC merkið er byggt á vísindum og rannsóknum. Til að öðlast MSC vottun eru fiskveiðar metnar af óháðum vísindamönnum til að tryggja að þær uppfylli kröfur MSC-staðalsins um sjálfbærar veiðar. Árlegar úttektir tryggja að þær uppfylli þessar kröfur.
- Með því að kaupa MSC vottaðan fisk hjálpa neytendur til við að vernda vistkerfi. Þetta snýst ekki bara um eina tegund – MSC-vottaðar fiskveiðar lágmarka áhrif á allt lífríki hafsins til að tryggja heilbrigð vistkerfi, í dag og til framtíðar.
- Hægt er að treysta MSC umhverfismerkinu. Verslanir, veitingastaðir og allir aðrir sem meðhöndla MSC merkt sjávarfang verða að tryggja að MSC-vottuðum sjávarafurðum sé haldið aðskildum frá óvottuðum vörum. Þannig getur neytandinn verið viss um að varan sé rétt merkt.
- Það er úr nógu að velja! Hægt er að finna sjálfbærar sjávarafurðir um allan heim. Bláa MSC merkið er á tugþúsundum vara í meira en 100 löndum. => Þetta á ekki við á Íslandi eins og er, en með aukinni eftirspurn eftir MSC vottuðu sjávarfangi munu verslanakeðjur, fiskbúðir og veitingastaðir bregðast við og auka framboðið af slíkri vöru. MSC stefnir að því að auka vitund almennings og ferðafólks um slíkar vörur á Íslandi.
- Allir kaupendur ættu að finna eitthvað við sitt hæfi því úrval sjávarfangs sem ber bláa MSC-merkið er afar fjölbreytt.
- Neytendur stuðla að breytingum þegar þeir kaupa sjávarafurðir með MSC merkinu. Þannig myndast hvati fyrir enn fleiri aðila í sjávarútvegi, smásölu og á veitingastöðum til að veiða, framleiða og selja sjálfbærar sjávarafurðir.
- Hægt er að njóta sjávarfangs með góðri samvisku. Gengið hefur verið úr skugga um að nægur fiskur sé eftir í sjónum og að fiskistofnar og vistkerfi í sjónum dafni vel. Þetta stuðlar að meginmarkmiði MSC, að heimshöfin skuli vera iðandi af lífi til framtíðar.