Skip to main content

Með MSC-vottun fæst staðfesting á að fiskveiðum sé vel stjórnað með tilliti til verndunar auðlinda og möguleika komandi kynslóða til að hafa lífsviðurværi af fiskveiðum.

MSC-vottun fiskveiða þýðir að viðkomandi veiðar uppfylla sjálfbærniviðmið MSC-fiskveiðistaðalsins sem er best þekkti og útbreiddasti staðallinn fyrir sjálfbærar fiskveiðar í heiminum. Fiskveiðisstaðall MSC byggir á leiðbeiningum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um ábyrgar fiskveiðar. Staðallinn hefur verið þróaður í samráði við fjölda fólks um allan heim, fræðimenn, stjórnvöld, vísindafólk, sjávarútveginn og náttúruverndarsamtök. 

MSC-vottun fyrir fiskveiðar getur haft í för með sér:

  • Bætt orðspor 
  • Betri yfirsýn 
  • Tækifæri til bættra skoðanaskipta við hagsmunaaðila 
  • Leiðir til úrbóta 
  • Varðveislu lífsviðurværis 
  • Aðgang að nýjum mörkuðum 
  • Öruggari markaði 
  • Tækifæri til kynningar 

Fulltrúi sjávarútvegsfyrirtækis útskýrir af hverju hann valdi MSC

Sustainable fisheries are important for the future

Sustainable fisheries are important for the future

“Umhverfismerkingar verða sífellt mikilvægari. Við teljum að með því að fá utanaðkomandi aðila til að gera úttekt og votta fiskveiðar okkar og stjórnkerfi veiðanna, aukist trúverðugleiki okkar á markaði og um leið erum við að að koma í veg fyrir óhagstæða þróun í veiðum.”

Audun Maråk

Framkvæmdastjóri, Fiskebåt

47.000+ 

Sölustaðir hafa vottun til að selja sjávarafurðir með MSC-merkinu

20.000+

Sjávarafurðir bera bláa MSC-merkið og uppruna þeirra má rekja til vottaðra fiskveiða. 

16%

Af veiðum á villtum fiski í heimshöfunum eru MSC-vottaðar.