Markmið MSC er að þeir sem stunda veiðar í samræmi við bestu starfshætti og eru að vinna að umbótum á fiskveiðistjórnun njóti þess í formi sterkari stöðu á markaði.
Góð stjórnun styður við sjálfbærni fiskveiða
Stjórnun sjálfbærra fiskveiða einkennist af sanngirni og gagnsæi þar sem þau markmið er stýra ákvarðanatöku til lengri og skemmri tíma eru skýr. Skilvirk stjórnun og eftirlit þarf að vera kjarninn í hverju fiskveiðistjórnunarkerfi. Það þurfa einnig að vera skýrir verkferlar sem tryggja að stjórnunarreglum sé framfylgt.
Þegar fiskveiðar hafa hlotið vottun samkvæmt fiskveiðistaðlinum er hægt að selja vottaða vöru með bláa MSC-merkinu.
Vottun samkvæmt MSC-fiskveiðistaðlinum er valfrjáls. Allir sem stunda veiðar á villtum sjávarlífverum og ferskvatnslífverum, þar á meðal flestar fisk- og skelfisktegundir, geta sótt um vottunina.
Fiskveiðar eru metnar af viðurkenndum óháðum vottunaraðilum sem kallast Confirmity Assessment Bodies (CABs) - einnig kallaðir vottunaraðilar.
Hvað er metið?
þrjú meginskilyrði eða meginreglur liggja til grundvallar fiskveiðistaðli MSC, en allar vottaðar fiskveiðar verða að mæta þessum skilyrðum.
- Sjálfbærir fiskistofnar - P1 Veiðum skal þannig hagað að tryggt sé að þær geti haldið áfram um fyrirsjáanlega framtíð og að fiskistofninn haldist sterkur og heilbrigður.
- Draga úr umhverfisáhrifum - P2 Hver eru áhrif fiskveiða? Stjórna þarf veiðum vandlega og þannig að aðrar tegundir og búsvæði í vistkerfinu verði ekki fyrir skaða
- Skilvirk veiðistjórnun - P3 Er veiðunum vel stjórnað? MSC-vottaðar fiskveiðar verða að uppfylla gildandi lög og geta lagað sig að breyttum umhverfisaðstæðum.
Vottunaraðilar meta og mæla hvort fiskveiðar uppfylli þessar meginreglur gagnvart 28 megin frammistöðuvísum (Key Performance Indicators – KPI).
Í vottunarkröfum MSC eru þessir 28 mælikvarðar allir mældir á skalanum 60-100, en ef einhver skorar undir 60 þá standast ekki veiðarnar vottun. Til að ná og viðhalda MSC vottun verður að sýna fram á að veiðar mæti kröfum um bestu starfshætti á heimsvísu með því að skora að meðaltali 80 af 100 í tengslum við þrjú ofangreind meginskilyrði.
Umbætur á ýmsum sviðum
Eftir að tilteknar fiskveiðar öðlast MSC-vottun er nánast alltaf þörf á úrbótum. Flestar MSC-vottaðar fiskveiðar þurfa að gera úrbætur á tilteknum svæðum innan ákveðins tíma eftir að hafa fengið vottunina. Þannig stuðlar MSC að stöðugum umbótum í fiskveiðum.
Í vottuðum fiskveiðum hafa umsjónaraðilar vottunar í yfir 95% tilvika gert að minnsta kosti eina breytingu til að styrkja stjórnun veiðanna og/eða til að fylgjast nánar með sjálfbærni veiðanna eftir að vottuninni hafði verið náð.
Á síðustu 25 árum hefur verið stuðlað að umbótum í rúmlega 2.200 tilvikum í tengslum við MSC vottun fiskveiða. Umbæturnar geta falist í kröfum um minni meðafla, breytingar á veiðarfærum, og reglum í tengslum við veiðar, takmörkun veiða á ákveðnum veiðisvæðum, betri upplýsingar og rannsóknir og að komið sé í veg fyrir áhrif veiða á tegundir sem eru í útrýmingarhættu
í Ársskýrslu MSC 2022-23 er farið yfir kröfur um umbætur s.l. 3 ár. Á þessum árum voru gerðar kröfur um 437 umbætur sem samanstanda af:
- 166 umbætur sem felast í að minnka meðafla og koma í veg fyrir veiðar á tegundum sem eru verndaðar eða í útrýmingarhættu
- 117 umbætur sem miða að því að styrkja fiskstofna og bæta nýtingarstefnu
- 74 umbætur sem miða að því að bæta stjórnun, stjórnarhætti og stefnu
- 80 umbætur sem stuðla að því að bæta vistkerfi og búsvæði
Allar umbætur hafa það að markmiði tryggja sjálfbærar veiðar, bæta skilning á áhrifum nýtingar og stuðla að úrlausn vandamála sem henni tengjast.
Bætt tækni, betra eftirlit
Tækni til að hafa eftirlit með fiskveiðum hefur tekið stórstígum framförum á síðustu árum og hafa þeir sem stýra og hafa eftirlit með veiðunum verið að nýta sér þessa tækni í auknum mæli.Í gegnum gervihnetti er hægt að fylgjast með ferðum fiskiskipa og eftirlitsaðilar geta greint grunsamlegar og ólöglegar veiðar jafnvel á afskekktustu svæðum hafsins. Rafræn vöktun – notkun myndavéla og skynjara um borð í fiskiskipum er einnig að gjörbylta því hvernig hægt er að fylgjast með athöfnum á sjó.
Aukin yfirsýn gerir þeim sem stýra veiðunum auðveldara að taka upplýstar ákvarðanir og stuðlar að framþróun í tengslum við stjórnun, eftirlit og starfsvenjur.
Endurbætur á fiskveiðistaðli
Fiskveiðistaðall MSC byggir í grundvallaratriðum á kröfum FAO og ISEAL. Staðallinn er þó í stöðugri endurskoðun. Þetta er gert til að tryggja að hann sé á hverjum tíma í takt við nýjustu tækni og þekkingu á sviði fiskveiðistjórnunar, til að bæta innleiðingarferlið og koma til móts við kröfur og ábendingar ýmissa hagaðila. Þessir aðilar hjálpa til við að koma auga á vandamál, þróa lausnir og prófa fyrirhugaðar breytingar.
Nánar um hvernig hægt er að taka þátt í endurskoðun staðla MSC:
Find out more about opportunities to get involved in reviewing our Standards.