Skip to main content

Höfin eru undirstaða lífs á jörðinni. Þau þekja rúmlega 70% af yfirborði jarðar, hafa áhrif á loftslagið og framleiða uppistöðu þess súrefnis sem flestu lífi er nauðsynlegt.

35.4%

stofna ofveiddur  

Stórkostlega tegundafjölbreytni er að finna í hafinu og lífverur sjávar gegna mikilvægu hlutverki fyrir milljónir manna þegar kemur að lífsviðurværi og fæðuöryggi, þar sem sjávarafurðir eru meginuppspretta nauðsynlegra næringarefna eins og próteins, ómega-3, joðs og D-vítamíns.

Sjávarafurðir er síðasta stóra fæðutegundin sem er veidd villt í náttúrunni

49%

samdráttur stofna sjávarlífvera

Sjávarafurðir hverskonar eru einhver mikilvægasta fæðutegund mannkyns og langmikilvægastar þegar kemur að nýtingu villtra dýra og lífvera. Þannig er heilbrigði hafsins beintengt við umhverfislega, félagslega og efnahagslega velferð stórs hluta mannkyns. 

Samkvæmt skýrslu Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna – United Nations FAO's 2022 State of World Fisheries and Aquaculture (SOFIA) report eru um 35.4% fiskistofna heimsins ofveiddir og þannig nýttir á ósjálfbæran hátt.  

Stofnstærð ýmissa tegunda sjávararlífvera dróst saman um nærri helming (49%) milli áranna 1970-2012, samkvæmt skýrslu WWF um Living Blue Planet frá árinu 2015 - WWF’s Living Blue Planet Report 2015.

Helstu ástæður að baki þessari þróun eru ofveiðar og ólöglegar og skaðlegar veiðar. Þetta snýst ekki aðeins um horfnar tegundir og löskuð vistkerfi; skaðinn sem orðinn er, hefur líka alvarleg áhrif á lífsafkomu fólks í sjávarbyggðum um allan heim. 

Hvað gerir MSC?

Marine Stewardship Council eru óhagnaðardrifin samtök sem vinna með sjávarútvegi, stjórnvöldum, vísindamönnum og þeim sem starfa í iðnaðinum að því markmiði að tryggja að fiskveiðar séu stundaðar á sjálfbæran hátt og að auðvelt sé að finna og kaupa sjávarafurðir sem er vottaðar sem sjálfbærar  
 
Með því að velja sjávarafurðir með bláa MSC merkinu leggja neytendur sitt af mörkum við verndun hafsins, styðja sjálfbærar fiskveiðar og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. 

Nánari upplýsingar