Ísland er leiðandi í heiminum þegar kemur að MSC vottuðum sjávarafurðum. Ekkert ríki í heiminum er með jafn hátt hlutfall af veiðum sem eru vottaðar fyrir sjálfbærni.
Sérstaða Íslands felst ekki aðeins í magninu heldur einnig í fjölda tegunda sem er verið að votta. Ekki er aðeins verið að votta veiðar á stærstu og verðmætustu tegundunum heldur nær vottunin til nánast allrar tegunda sem er verið að veiða að staðaldri. Í dag eru 16 fiskistofnar MSC vottaðar fyrir öll veiðafæri. Af þeim 16 tegundum sem nú eru vottaðar voru Íslendingar fyrstir í heiminum til að hljóta vottun fyrir 9 tegundir, en þær eru gullkarfi, loðna, langa, blálanga, keila, grásleppa skötuselur, steinbítur og þykkvalúra.
Icelandic Sustainable Fisheries
Hér á landi hefur einn aðili verið í meginhlutverki þegar kemur að MSC vottuðum veiðum. Þetta er Icelandic Sustainable Fisheries (ISF), en tilgangur ISF er að afla vottana á veiðarfæri og fiskistofna sem nýttir eru hér við land. ISF leitar vottana gagnvart staðli Marine Stewardship Council (MSC) en sjálfstæðar og faggildar vottunarstofur meta og taka út fiskveiðar við Ísland samkvæmt þeim kröfum sem settar eru fram í MSC staðlinum.
ISF var stofnað árið 2012 af fyrirtækjum í veiðum, framleiðslu og sölu íslenskra sjávarafurða. Hluthafar félagsins hafa einir rétt á því að selja vörur sínar sem MSC vottaðar. Vottunin opnar fyrir sölu sjávarafurða inn á markaði sem sérstaklega krefjast MSC vottunar, þar sem neytendur kaupa síður eða ekki vörur án umhverfismerkinga eins og MSC.