Ólíkar tegundir veiðarfæra eru notaðar við veiðar á villtu sjávarfangi. Flestar tegundir veiðarfæra hafa einhver umhverfisáhrif, en með réttri og ábyrgri notkun veiðarfæra er hægt að draga úr umhverfisáhrifum og tryggja sjálfbæra nýtingu.
Algeng veiðarfæri
Hér að neðan er yfirlit yfir nokkrar tegundir veiðarfæra sem koma við sögu í MSC vottuðum veiðum.
Fyrir utan veiðar þar sem notast er við sprengiefni og eitur, er hægt að meta allar veiðar sem nýta villta fiskistofna í náttúrunni samkvæmt MSC fiskveiðistaðlinum. Áhrif veiða á búsvæði og fiskistofna eru tekin til skoðunar af óháðu matsteymi.
Botnvarpa
Net
Lína
Hringnót
Sjóstöng
Gildrur
Plógar
Uppsjávartroll
Fish aggregating devices (FADs)
Hvað felst í sjálfbærum fiskveiðum?
Í sjálfbærum fiskveiðum felst að nóg er skilið eftir í sjónum, virðing er borin fyrir umhverfi og tryggt er að fólk sem er háð veiðunum geti áfram haft lifsviðurværi sitt af nýtingu auðlindarinnar.
Okkar nálgun
Í okkar nálgun felst að allir hafi hlutverki að gegna við að tryggja sjálfbærar veiðar og geti notið sjávarfangs um ókomna tíð.
Okkar sameiginlegu áhrif
Í yfir 20 ár hafa þeir sem starfa við veiðar og fiskiðnað, vísindamenn og neytendur tekið þátt í sameiginlegu átaki sem miðar að því að efla sjálfbærar fiskveiðar.