Skip to main content

Markmið og framtíðarsýn

Við viljum að komandi kynslóðir geti notið þess að neyta sjávarafurða og að höfin séu full af lífi um alla framtíð.

Framtíðarsýn okkar er að heimshöfin iði af lífi og að framboð sjávarafurða sé tryggt fyrir núverandi og komandi kynslóðir.   

Markmið okkar er að nota bláa MSC-merkið og vottunaráætlun okkar til að stuðla að heilbrigði heimshafanna. Við vinnum í nánu samstarfi við sjávarútveginn, vísindasamfélagið, umhverfisverndarsamtök og aðila í atvinnulífinu, til að efla sjálfbærni fiskveiða. Þetta gerum við með því að viðurkenna og verðlauna sjálfbærar fiskveiðar. Með því viljum við hafa áhrif á val neytenda við kaup á sjávarafurðum.