Skip to main content

Þegar neytendur velja vörur með bláa MSC merkinu geta þeir notið sjávarfangs með góðri samvisku,  vitandi það að þeir hafa tekið ákvörðun sem styður við fiskveiðar sem er vel stjórnað og eru sjálfbærar. Í slíkum fiskveiðum er tekið tillit til lífríkis hafsins. Veiðum er þannig stýrt að tryggt er að nóg sé eftir af fiski í sjónum og gætt er að áhrifum á vistkerfi sjávar. Þannig má treysta því að nýting fiskistofna og áhrif þeirra á nálæg vistkerfi sé hófleg og sjálfbær.

Með því að kaupa MSC merktar vörur stuðlar neytandinn að því að keðjur stórmarkaða, veitingastaðir og fiskbúðir kaupi sjálfbærar sjávarafurðir, með því að skapa eftirspurn eftir slíkum vörum. Þegar fleiri fyrirtæki vilja kaupa sjálfbærar sjávarafurðir leiðir það til þess að sjávarútvegurinn í meira mæli bætir veiðiaðferðir sínar til að geta öðlast MSC vottun. Þannig skiptir val neytandans máli. 
Japanese marinated tuna rice bowl
Prep time
45 mins
Cooking Time
30 mins
Matreiðslubók MSC - The Ocean Cookbook 2023

Matreiðslubók MSC - The Ocean Cookbook 2023

17 gómsætar og hollar uppskriftir úr villtu sjávarfangi sem kokkar frá öllum heimshornum hafa tekið saman.