Bláa umhverfismerki MSC má aðeins nota á sjávarafurðir sem rekja má alla leið til sjálfbærra veiða úr villtum stofnum sem eru vottaðar af MSC.
Sjávarafurðir með bláa umhverfismerkinu koma úr veiðum sem hafa verið metnar af óháðum aðila með tilliti til áhrifa veiðanna á stofnstærð tegundar, á vistkerfi og aðrar tegundir fiska og sjávarlífvera.
Í gegnum alla aðfangakeðjuna er MSC vottuðum afurðum haldið aðskildum frá vörum sem eru ekki MSC vottaðar. Þannig er tryggt að vörur með bláa umhverfismerkinu komi úr veiðum sem eru vottaðar fyrir sjálfbærni.
Af hverju þurfum við MSC umhverfismerkið?
Ofveiði er alvarleg ógn við auðlindir hafsins og það er meginástæðan fyrir stofnun MSC og umhverfismerkisins. Talið er að veiðar á meira en þriðjungi fiskistofna séu ósjálfbærarOrsakir ofveiði eru af ýmsum toga og ef ekkert er að gert mun ástand margra fiskistofna halda áfram að versna.
Sjávarafurðir eru nú þegar meðal þeirra tegunda matvæla sem hvað mest er verslað með í heiminum. Eftirspurn eftir sjávarafurðum mun aukast eftir því sem jarðarbúum fjölgar.
Áhrif vegna ofveiði aukast vegna loftslagsbreytinga sem breyta vistkerfum hafsins og búsvæðum fiskistofna. Í Norðaustur-Atlantshafi eru makrílstofnar til dæmis að færast norður eftir því sem sjávarhiti hækkar.
Skaðlegar niðurgreiðslur og styrkir geta einnig stuðlað að ofveiði og er eitthvað sem MSC telur að verði að stemma stigu við.
Getum við stöðvað ofveiði einfaldlega með því að hætta að borða fisk?
Árið 2050 er gert ráð fyrir að íbúar jarðar verði orðnir tíu milljarðar. Það er nauðsynlegt að við nýtum dýrmætar auðlindir hafsins á sjálfbæran hátt. Fyrir milljónir manna í strandsamfélögum um allan heim er einfaldlega ekki valkostur að hætta fiskveiðum.Ef við stjórnum fiskveiðum á sjálfbæran hátt geta fiskistofnar náð sér og dafnað. Dæmi um árangur af starfi MSC er uppbygging fiskistofna eins og namibísks lýsings og á patagónískum-tannfisk, en með afgerandi aðgerðum og betri stjórn veiða hefur tekist að byggja upp þessa stofna.
Rannsóknir sýna að ef fiskistofnar eru nýttir með sjálfbærum hætti eru þeir afkastameiri til lengri tíma litið. Þetta leiðir til þess að allir vinna, auðlindir hafsins halda áfram að dafna og milljónir manna um allan heim geta áfram byggt afkomu sína og fæðuöflun á nýtingu sjávarfangs.
Hvað þarf til að fá MSC vottun um sjálfbærni?
Sjálfbært vottað sjávarfang kemur úr veiðum sem er stýrt þannig að lífvænleiki stofns eða tegundar til langs tíma er tryggður og áhrif á hafsvæði lágmörkuð.Kröfur um sjálfbærni eru settar fram í MSC fiskveiðistaðlinum, en meira en 400 veiðar á villtum fiskstofnum um allan heim eru vottaðar samkvæmt þessum staðli. Til að fiskveiðar verði MSC-vottaðar verður að fá staðfestingu frá faggiltum óháðum vottunaraðila um að:
1. Stofnarnir sem veitt er úr séu sjálfbærir.
2. Að veiðiaðferðir hafi sem minnst neikvæð áhrif á viðkvæm búsvæði.
3. Að viðhafðir séu góðir stjórnarhættir við stjórnun veiðanna.
Hvaða fiskveiðar er ekki hægt að votta?
Veiðar sem eru ekki metnar og eru „utan gildissviðs“ þess sem MSC fiskveiðistaðallinn nær til eru:• veiðar á á froskdýrum, skriðdýrum, fuglum og/eða spendýrum
• veiðar sem nota eyðileggjandi veiðiaðferðir (svo sem eitur eða sprengiefni)
• veiðar aðila sem hafa fengið dóm fyrir nauðungarvinnu á síðustu tveimur árum
• veiðar sem fara fram samkvæmt umdeildri einhliða undanþágu frá alþjóðasamningi
• fiskeldi (þó áframeldi villtra tegunda geti verið gjaldgengt til mats)
• veiðar aðila sem hafa verið dæmdir fyrir brot vegna nýtingar á hákarlauggum á síðustu tveimur árum
MSC er að vinna að endurskoðun á fiskveiðstaðlinum sem gæti falið í sér að breytingar á viðmiðum um hvað getur talist „utan gildissviðs“.
Hvaða starfsemi nær MSC fiskveiðiskírteini yfir?
Þegar veiðar hafa fengið vottun er gefið út fiskveiðskírteini. Til að geta fengið útgefin og staðfest fiskveiðiskírteini þarf að sýna fram á vistvænar veiðar, styrkleika fiskistofna og ábyrga og sjálbæra fiskveiðistjórnun.
Einstakir fiskimenn eða skip geta ekki fengið MSC vottun, aðeins veiðar. Þetta þýðir að þeir sem stunda fiskveiðar geta í veiðiferð veitt bæði MSC vottaðan og óvottaðan afla, en halda verður MSC afla aðskildum frá óvottuðum afla.
MSC fiskveiðiskírteini tekur til skips, flota eða einstakra útgerðarmanna sem notar ákveðna veiðarfærategund og stunda veiðar á tilteknum stofni. Allir þessir þættir eru teknir með í reikninginn við mat á fiskveiðum samkvæmt MSC fiskveiðistaðlinum, og er vísað til sem vottunareiningarinnar eða UoC (Unit of Certification).
Skip, flotar eða einstakir útgerðarmenn, sem stunda veiðar utan þeirra marka sem kveðið er á um í fiskveiðiskírteini, geta ekki selt óvottaðan afla inn í vottaða aðfangakeðju eða látið slíkar vörur bera MSC umhverfismerki.
Hægt er að fá upplýsingar um skip sem tengjast veiðum sem falla undir MSC fiskveiðiskírteini í gegnum skipaskrárskjal sem lagt er fram fyrir hverja veiði á vefsíðu MSC. Sjá: fishery under ‘assessments’ on website.
Hversu öflugt er vottunarkerfi MSC í að tryggja sjálfbærni?
Vottunarferli MSC er óháð, sannreynt og byggt á vísindum. MSC vottar ekki veiðar beint – þær eru vottaðar af óháðum matsaðila og það eru margvísleg tækifæri fyrir ýmsa eins og frjáls félagasamtök og aðra til að koma með ábendingar í vottunarferlinu.Það getur stundum tekið mörg ár að vinna að umbótum áður en útgerð getur orðið MSC vottuð. Jafnvel þegar útgerð öðlast vottun er það aðeins ákveðið upphaf. Árlega gera matsmenn eftirlitsskýrslur til að athuga framvindu og fiskveiðar fara síðan í heildarendurmat á fimm ára fresti.
Samkvæmt kröfum MSC verða fiskveiðar að bæta sig stöðugt þar til þær ná því sem er talin vera besta nálgun í sjálfbærni. Ef ekki eru gerðar nauðsynlegar umbætur í tengslum við veiðar innan tiltekins tíma er hægt að fá fiskveiðiskírteini tímabundið þar til náð er því frammistöðustigi sem krafist er í MSC staðlinum.
Fiskveiðar sem eru MSC vottaðar eru oft í fararbroddi í nýjungum og bestu starfsvenjum á heimsvísu.
Hvernig get ég vitað að fiskurinn sem ég kaupi komi úr sjálfbærum veiðum?
Bláa umhverfismerki MSC er aðeins hægt að setja á sjávarfang sem kemur úr villtum veiðum sem hafa fengið MSC vottun um sjálfbærni. Rekjanleikavottun tryggir að vörur sem merktar eru með MSC-umhverfismerkinu séu raunverulega upprunnar úr MSC-vottuðum fiskveiðum; að þær séu afurðir úr fiskveiðum sem stundaðar eru á sjálfbæran hátt.
Öll fyrirtæki sem höndla með MSC-vottaðar sjávarafurðir í virðiskeðjunni verða að hafa svokallaða rekjanleikavottun (Chain of Custody). Rekjanleikavottun tryggir að einungis sjávarafurðir sem eru MSC-vottaðar endi í merktum umbúðum og á merktum réttum á matseðlum.
Yfir 7.000 fyrirtæki og 48.000 verslanir um allan heim hafa rekjanleikavottun MSC. Fyrirtæki, stórmarkaðir, verslanir, fiskbúðir og veitingastaðir með rekjanleikavottun eru tekin út af óháðum og faggiltum vottunaraðila. Rekjanleikavottunin gildir í þrjú ár, en fyrirtækin fara í gegnum endurskoðun árlega og mega einnig búast við fyrirvaralausum úttektum til að tryggt sé að þau mæti kröfum um rekjanleika, merkingar og aðskilnað.
MSC vinnur með óháðum rannsóknaraðilum að því að gera handahófskenndar DNA-prófanir á MSC-vottuðum sjávarafurðum. Það er gert til að tryggja að fiskur sem ekki hefur fengið MSC vottun sé seldur með MSC umhverfismerkinu. DNA greiningar hafa sýnt að hlutfall ranglega merktra MSC-vara er innan við 1%. Sjá: Current Biology