Samfélög um allan heim eru háð fiskveiðum sem eru mikilvæg uppspretta fæðu og tekna.
Fjölmargir jarðarbúar eiga afkomu sína undir því að veiðar séu stundaðar á sjálfbæran hátt. Sjálfbærni er þessu fólki nauðsynleg en ekki einhverskonar lúxus. Í samfélögum sem treysta á fiskveiðar fylgir ósjálfbærum veiðum mikil hætta á að fiskistofnar hrynji og í kjölfarið kemur atvinnuleysi. Fátækt, hungur og vannæring eru fylgifiskar ofveiða og rányrkju.
Samkvæmt FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna):
- Telst um einn milljarður manna, aðallega í þróunarlöndum, vera háður fiski sem aðal próteingjafa.
- Er áætlað að um 200 milljónir manna starfi beint eða óbeint við fiskveiðar og sjávarútveg.
- Á yfir helmingur þeirra sjávarafurða sem verslað er með í heiminum, uppruna sinn í fiskveiðum þróunarlanda.
Árið 2018 bjuggu 85% af þeim sem störfuðu við sjávarútveg eða fiskeldi í heiminum í Asíu, 9% bjuggu í Afríku og 4% í N. og S. Armeríku. - (UNFAO SOFIA 2018 Report)
Sjálfbærar fiskveiðar stuðla að sjálfbærum samfélögum
MSC vinnur að því að vernda framtíð samfélaga sem treysta á fiskveiðar, með því að stuðla að ábyrgri fiskveiðistjórnun og sjálfbærum starfsháttum.
Með því að berjast gegn ofveiði og ólöglegum veiðum hjálpum við til við að vernda lífsviðurværi margra sem og tryggja fæðuöryggi fólks um allan heim.
Nánari upplýsingar
Á leið til sjálfbærni
Við vinnum að því með fjölmörgum aðilium að því að varða leið til sjálfbærni fyrir smáútgerðir og fiskveiðar í þróunarlöndum. Settur hefur verið á stofn sérstakur sjóður, Ocean Stewardship Fund, til að fjármagna rannsóknir og fjölga sjálfbærum fiskveiðum um allan heim.
Okkar sameiginlegu áhrif
Í 25 ár hafa sjómenn og fyrirtæki í sjávarútvegi, vísindamenn, neytendur og fiskiðnaðurinn verið hluti af sameiginlegu átaki til að tryggja að lifandi auðlindir hafsins séu nýttar á sjálfbæran hátt.
Áhrif loftslagsbreytinga á lífríki hafsins
Loftslagsbreytingar hafa mikil áhrif á hafið og lífríki þess. Áhrifin felast m.a. í breytingum á fæðuframboði fiskistofna og á göngumynstri þeirra.