Skip to main content

Rekjanleikastaðall MSC (e.Chain of Custody) tryggir að sjávarafurðir sem seldar eru með bláa MSC-merkinu megi rekja til sjálfbærra MSC-vottaðra fiskveiða.

Í aðfangakeðju sölufyrirtækja sjávarafurða er MSC-vottuðum sjávarafurðum haldið aðskildum frá óvottuðum sjávarafurðum, allt frá veiðum og þar til varan er komin í hendur neytenda. Í því ferli þurfa öll viðkomandi fyrirtæki í virðiskeðjunni að sæta úttekt þriðja aðila svo hægt sé að treysta því að MSC merktar vörur sem standa neytendum til boða séu sjávarafurðir sem eiga uppruna sinn úr sjálfbærum veiðum.  

Um 50.000 staðir um allan heim, þar á meðal keðjur stórmarkaða, fiskbúðir, hótel, fyrirtæki í veisluþjónustu og veitingahúsakeðjur, eru hluti af þessu alþjóðlega neti rekjanlegra sjávarafurða.   

Við athugum reglulega hvort þetta rekjanleikakerfi virkar. DNA prófanir hafa sýnt að 99,6% af öllum MSC-merktum sjávarafurðum eru rétt merktar.

 

No to fish fraud: How DNA testing ensures the traceability of MSC labelled seafood

No to fish fraud: How DNA testing ensures the traceability of MSC labelled seafood

Frá hafi og á disk neytenda

Hvernig DNA prófanir tryggja rekjanleika sjálfbært vottaðs sjávarfangs