Skip to main content

Eftirspurn eftir upprunavottuðum sjávarafurðum er stöðugt að aukast. Bláa MSC-merkið auðveldar viðskiptavinum að velja vörur sem rekja má til sjálfbærra veiða.

Kostnaður við notkun umhverfismerkis MSC

Flest fyrirtæki sem öðlast leyfi til að nota MSC-merkið, greiða árgjald og þóknanir í samræmi við notkun merkisins.   

Menntastofnanir, fjölmiðlar, góðgerðarstofnanir, ASI-viðurkennd vottunarfyrirtæki eða frjáls félagasamtök, sem vilja auka þekkingu og vitund um sjálfbærar fiskveiðar og sjávarafurðir, geta sótt um að nota MSC-merkið án endurgjalds. 

Leyfisgjaldið þitt hjálpar okkur að fjölga sjálfbærum fiskveiðum um allan heim og þannig auka framboð á vottuðum sjálfbærum sjávarafurðum. 

Árgjald

Eftir að leyfi til nota MSC-merkið er fengið þarf að greiða árgjald fyrir notkun þess. Upphæð árgjaldsins ákvarðast út frá heildarverðmæti MSC-merktra sjávarafurða sem fyrirtæki þitt selur á bresku fjárhagsári (frá apríl til mars), en fyrir vörur sem seldar eru á veitingastöðum og í fiskbúðum er árgjaldið reiknað út frá innkaupum (net purchases).  

Árgjaldið kemur til greiðslu 1. apríl ár hvert, í upphafi rétthafagreiðslutímabils (royalty year). 

Fyrir gild leyfi er raunveruleg sala frá fyrra rétthafagreiðsluári notuð til að reikna og ákvarða árgjald komandi rétthafagreiðsluárs (apríl til mars). Fyrir nýja leyfishafa er árgjaldið byggt á áætlun um sölu fyrir fyrsta rétthafagreiðsluárið. 

Fyrir fyrirtæki í veitingageiranum eru greiðslurnar öðruvísi  

Árgjald

Söluandvirði MSC vottaðra varaÁrgjald
£0 – £250,000£200 GBP
£250,001 – £500,000£500 GBP
£500,001 - £1,000,000£1000 GBP
£1,000,001 – £5,000,000£2,000 GBP
£5,000,001 eða meira£4,000 GBP

Fyrirtæki sem selja beint til neytenda, til dæmis fiskbúðir og veitingastaðir, sem kaupa inn MSC-vottaðar vörur fyrir allt að £250,000, greiða aðeins árgjald upp á  £200. Engar þóknanir eða rétthafagreiðslur koma til.

Þóknanir/rétthafagreiðslur 

Fyrirtæki sem nota MSC-merkið á neytendapakkningar þurfa einnig að greiða þóknanir/rétthafagreiðslur sem nema 0,5% af nettóverðmæti vörusölu fyrirtækisins af MSC-merktum vörutegundum. 

Gjald fyrir MSC-merktar vörur í fiskbúðum og fiskborðum verslana og á matseðlum veitingastaða er metið út frá nettó innkaupum (net purchases). 

Sala MSC-merktrar vöru / innkaup (GBP) vöru í neytendapakkningum  Taxti fyrir þóknun (royalty rate) 
£0 GBP – £10,000,000 GBP0.5%
£10,000,001 GBP – 20,000,000 GBP0.45%
£20,000,001 GBP – 30,000,000 GBP0.4%
£30,000,001 GBP – 40,000,000 GBP0.35%
£40,000,001 GBP eða meira0.3%

Kostnaður fyrir fyrirtæki í veitingarekstri

Ef þú ert veitingafyrirtæki með 225 sölustaði eða færri greiðir þú árgjald fyrir að nota MSC-merkið á matseðlinum þínum og öðru markaðsefni, auk viðbótargjalds ef þú ert með fleiri en einn sölustað.

Ef þú ert með fleiri en 225 sölustaði, muntu ekki eiga rétt á gjaldi tengdu sölustöðum og greiðir venjulegt árgjaldi MSC og þóknanagjald. 25% afsláttur af gjöldum er í boði ef þú ert með bæði ASC og MSC leyfissamninga.

 

Árgjald 

Eftir að leyfi til að nota MSC-merkið er fengið þarf að greiða árgjald fyrir notkun þess. Upphæð árgjaldsins ákvarðast út frá heildarverðmæti innkaupa (net purchases) á  MSC-merktum sjávarafurðum sem fyrirtæki selur á bresku fjárhagsári (frá apríl til mars) 
Verðmæti vöru sem er MSC vottuð/Innkaup (GBP) Árgjald (GBP) 
£0 – £250,000 £160
£250,001 – £500,000 £400
£500,001 - £1,000,000 £800
£1,000,001 – £5,000,000£1,600
£5,000,001 eða meira£3,200

Rétthafagreiðslur

Ef þú ert veitingakeðja með 25 sölustaði eða minna (Smáfyrirtæki) eða ert með 26-225 sölustaði (Meðalstórt fyrirtæki) þarf að greiða rétthafagreiðslur

Veitingafyrirtæki með einn stað borgar aðeins árgjald

Fjöldi staðaRétthafagreiðslur per stað(GBP) 
1£0 (Innifalið í árgjaldi) 
2-4£160 x (Fjöldi staða alls – 1)
5-9£150 x (Fjöldi staða alls – 1)
10-14£140 x (Fjöldi staða alls– 1)
15-19£130 x (Fjöldi staða alls – 1)
20-25£120 x (Fjöldi staða alls – 1)
26-225£600 x (√ (sq. root) Fjöldi staða alls -1) 
(Engar rétthafagreiðslur fyrir einn stað)

Fjöldi veitingastaða er ákvarðaður út frá fjölda sem getið er á skírteini vegna rekjanleikavottunar

Að tilkynna söluna

MSC kallar ýmist eftir endanlegum niðurstöðum tekjuskýrslu ársfjórðungslega, á hálfs árs fresti eða árlega, allt eftir því hversu mikið af MSC-merktri vöru fyrirtækið hefur selt, til að reikna út árgjald og þóknanir. 

Sæktu um - Meðfylgjandi er umsóknareyðublað fyrir þá sem vilja sækja um leyfi til að nota MSC-merkið

Apply now

To request a licence to use the MSC label, please complete the form below and we will email you the appropriate licence agreement within 3 working days.

Please select your organisation type
Or, I don't have a Chain of Custody number because...
In order to sell MSC labelled products or menu items, you must have MSC Chain of Custody in place. Please get in touch with your local MSC representative to discuss. 
Type of use

Please note that if you are a commercial organisation planning to use the MSC label on your own products or menu items, then you must have MSC Chain of Custody in place as a pre-requisite. If you buy pre-packed certified products that will be sold to the end consumer without being opened, re-packed or re-labelled (these are known as consumer-ready tamper-proof products) then you do not need MSC Chain of Custody in place.

Contact the MSCI label licensing team

[email protected]

Looking for Aquaculture Stewardship Council?

To apply for an ASC label licence, please visit the ASC website